Gripla - 01.01.1977, Qupperneq 134
130
GRIPLA
sá ‘steytingr’ sem prestur óttaðist hafi verið hrinding, en þá merkingu
taldi Sigfús Blöndal draugorðið ‘skeytingr’ hafa á þessum stað, ellegar
hvort fremur eigi að tengja merkingu orðsins við síðari merkingu
‘steyta’ og ‘steytr’, þ. e. a. s. að prestur hafi óttast að hann yrði lúbarinn,
jafnvel brotið í honum hvert bein. En hér má aftur bera saman við
heimild Arngríms, Guðmundar sögu C (Papp. 4to nr. 4, f. 63r; staf-
setning samræmd hér);
Þann tíma sem hann sér ganga fram at herberginu kóngsins hirð
prýdda guðvef ok hinum dýrustum klæðum með svá mikilli heims-
ins dýrð at varla mátti orðum skýra, ofbýðr prestinum, sem hann
sjálfr váttaði, at samlagaz þeira flokki, hugsandi sinn skjótan bana,
ef hann snyrti þeira dýru klæði með sínum sauruga búnaði.
Hér býst prestur við bana sínum, og væntanlega merkir því ‘steytingr’
hjá Arngrími “hrottaleg barsmíð”. Prestur óttast að hann verði steyttur
eins og baun í mortéli21 eða laminn í klessu, eins og nú er sagt á hvunn-
dagsmáli.
21 Sbr. Orðskviði Salómons, 27.22: Þótt þú í sundur steytir fávísan mann með
mylnara í mortéli, svo sem ertur, mun þó ei frá honum hverfa lians heimska.
(Gissur Einarssons islandske oversœttelse af Ecclesiasticus og Prouerbia Salomonis,
útg. Chr. Westergárd-Nielsen (Bibliotheca Arnamagnæana XV, Kmh. 1955), 303.
Hér er stafsetning samræmd.) Tilvísun fengin til þessa texta í Guðbrandsbiblíu í
seðlasafni OHÍ.
SUMMARY
1. The two different adjectives ‘ólatr’, “willing”, and ‘ólátr’, “disorderly” (cf.
the noun ‘ólæti’ in Modern Icelandic), have been mixed up with each other in
Fritzner’s dictionary. In the ‘Priest saga’ of bishop Guðmundr Arason the young
Guðmundr is said to have been ‘ólátr’ — not ‘ólatr’ as the word is spelled in all
editions of Guðmundar saga and Sturlunga saga.
2. In the edition of the Guðmundar saga by brother Arngrímr in Biskupa
sögur II (Cph. 1878), p. 123, and in all later editions, we find the clause “hvar af
prédikast, at honum muni skamt til skeytíngs”, which has been interpreted by
assuming a singular use of the verb ‘prédika’ and by explaining the noun ‘skeyt-
ingr’ from the context; this latter word is otherwise only found as a printing error
in Grönlands historiske Mindesmærker. After collating the extant manuscripts of
the saga one can assert, that the text of the edition is a corrupt rendering of the
clause ‘hvar af prestr óttaz at honum muni skammt til steytings’. The noun