Gripla - 01.01.1977, Page 136
JÓN FRIÐJÓNSSON
UM SAGNFYLLINGU MEÐ NAFNHÆTTI
i
AÐFARARORÐ
Samkvæmt hefðbundinni skýringu getur sagnfylling verið tvenns
konar: a) sagnfylling með áhrifslausri, ósjálfstæðri umsögn og b) sagn-
fylling með andlagi, sem greinir frá áhrifum sagnar á andlag.1 Sagnfyll-
ing með áhrifslausri sögn stendur í nefnifalli, en sagnfylling með andlagi
lagar sig í falli eftir orðinu, sem hún stendur með alla jafna. Það sem
sagt var hér að framan um sagnfyllingu með andlagi, gildir þó ekki
alltaf, ef andlaginu fylgir nafnháttur. Þau dæmi, sem BG tilgreinir2 um
sagnfyllingu með nafnhætti eru eftirfarandi:
1. Ég vil vera þœgur
2. Hann ætlar að verða prestur
3. Hún bað þá að vera viðstadda
4. Hann lét drenginn heita Arna
Það eru einkum dæmi sambærileg 3-4, sem verða tekin til athugunar
hér á eftir. Um dæmi hliðstæð 4 verður fjallað í sérstökum kafla, og
virðist ávallt notað þolfall í slíkum dæmum. Ef dæmi sambærileg 3 eru
athuguð, kemur hins vegar í ljós, að þá er ýmist, að sagnfylling stendur
í nefnifalli eða lagar sig í falli að því orði, sem hún kveður nánar á um.
Til frekari skýringar skulu tilgreind nokkur dæmi:
A. bauð hann mér ekki í eitt skipti að vera viðstaddur daglega messu
sína (HL, í túninu heima) (bauð hann mér ekki í eitt skipti að
vera viðstöddum daglega messu sína)
B. láta hann halda áfram að ganga frjáls í þjóðfélaginu (Sjónv. Vér
morðingjar) (láta hann halda áfram að ganga frjálsan í þjóðfé-
laginu)
C. (boðið ræðismanninum að vera viðstaddur) boðið ræðis-
manninum að vera viðstöddum Mbl.
1 Sbr. t. d. BG43, bls. 15, Nyg, § 67 og HH55, § 26.
2 BG43, bls. 16.