Gripla - 01.01.1977, Blaðsíða 137
UM SAGNFYLLINGU MEÐ NAFNHÆTTI 133
D. þeir . . báðu þá að vera kyrrír Mbl.
(þeir . . báðu þá að vera kyrra)
E. Þeir skipuðu okkur að leggjast flatir á gólfið Mh.
(Þeir skipuðu okkur að leggjast flötum á gólfið)
F- Hann kenndi barninu að vera prútt Mh.
(Hann kenndi barninu að vera prúðú)
H. Ég ætla að segja henni að vera fljótri Mh.
(Ég ætla að segja henni að vera fljót)
H. þeim . . var áreiðanlega hollast að vera við öllu búnir Mbl.
(þeim . . var áreiðanlega hollast að vera við öllu búnum)
Ofangreind dæmi sýna, svo að ekki verður um villzt, að sagnfylling
mcð nafnhætti er ýmist beygð eða óbeygð, og í dæmi því, sem BG
1 gremir, gæti sagnfylling allt eins staðið í nefnifalli:
I- (Hún bað þá að vera viðstaddir)
Dæmi þau, sem tilgreind voru hér að framan, eru ekki að öllu leyti
ambærileg. Sögnin að biðja (D) skipar þá sérstöðu, að valfrjálst virðist
^era, hvort henni fylgir nafnháttur með eða án nafnháttarmerkis, en að
essu atriði verður komið sérstaklega síðar. Þá virðist miklu algengara
en ella að nota óbeygða3 sagnfyllingu með nafnhætti, ef umsögnin í
nio ursetningu stýrir þágufalli, t. d. í dæmum C, E, F og G. Með öðrum
°r um virðist skipta máli, hvort umsögn í móðursetningu stýrir þolfalli
f a Þngufalli. Enn fremur hafa ópersónulegar sagnir sérstöðu að þessu
eyh (H). Loks virðist og skipta máli, hvort sagnfylling er ein-, tví- eða
eirliða. Sem dæmi um síðast talda atriðið skulu eftirfarandi setningar
teknar:
J- (Hann kenndi honum að vera góður skákmaður)
K. (Hún skipaði henni að vera þæg stúlka)
I báðum dæmunum virðist sagnfylling í nefnifalli aðeins koma til
frf'na' ^SÍnn þeirra, er spurður var, sætti sig við sagnfyllingu í auka-
talh i þessum dæmum, t. d.
L. ?Hann kenndi honum að vera góðum skákmanni
?Hún skipaði henni að vera þægri stúlku
óbeygöri sagnfyllingu er átt við sagnfyllingu í nefnifalli, þótt nefnifall sé
1 frekar ébeygt fall en önnur föll.