Gripla - 01.01.1977, Síða 138
134
GRIPLA
Viðfangsefnið í þessari grein er að athuga þessi atriði nánar, svo og
önnur er máli kunna að skipta. En áður en vikið er að þessum atriðum,
þykir rétt að gera með nokkrum orðum grein fyrir dæmunum, sem
stuðzt verður við.
Dæmi innan sviga eru tilbúin, þ. e. ég hef búið þau til og stuðzt við
máltilfinningu mína og borið þau síðan undir dóm minnst þriggja mál-
notenda. Þau dæmi, sem ekki eru innan sviga, eru ósvikin í þeim skiln-
ingi, að þau hafa raunverulega komið fyrir. Þau eru fengin úr ýmsum
áttum, úr útvarpi, sjónvarpi, dagblöðum eða hafa orðið á vegi mínum
við lestur blaða og bóka eða í eðlilegum samræðum. Síðast nefndu
dæmin eru merkt Mh. fyrir málhafi, en hin eru merkt Sjónvarp, Útvarp
o. s. frv., eftir því sem við á. Með eðlilegum samræðum á ég við, að
engan veginn var rætt um það atriði, sem hér er til umræðu, heldur allt
annað.
Það er Ijóst, að talsverður hluti þeirra dæma, sem notuð eru beint í
þessari grein, er tilbúinn, og sama gildir um önnur sambærileg dæmi,
sem ég hef stuðzt við, þótt ekki séu þau tekin með í grein þessari.
Meginástæða þess, að þessi leið var farin, er sú, að að öðrum kosti hefði
vart verið við nægan efnivið að styðjast. Skömmu eftir að fyrstu dæmi
þessarar tegundar bárust mér í hendur, gerði ég allmikla leit að frekari
dæmum. Ég hef t. d. leitað í orðabók Sigfúsar Blöndals og Orðabók
Menningarsjóðs undir fjölmörgum uppflettiorðum, einkum sögnum og
lýsingarorðum, en eftirtekjan varð engin. Þá hef ég haft augun opin við
lestur bóka og blaða, en aðeins fundið nokkur dæmi. Orðskipanin sagn-
fylling með nafnhætti, óbeygð eða beygð, virðist því fremur sjaldgæf í
rituðu máli.4 Ég valdi því þann kost að nota þau dæmi, sem mér voru
tiltæk, og bæta síðan við tilbúnum dæmum. Þessi aðferð kann að þykja
gölluð, en það er þó orðin viðtekin venja — og hefur lengi tíðkazt —
að styðjast við eigin málkennd og málkennd málnotenda, með þeim
fyrirvara, að hér sem annars staðar er nauðsynlegt að sýna fyllstu aðgát.
Um þetta efni má vitna í handbækur.5
4 Meðal þeirra bóka, sem ég las og leitaði vandlega í að sagnfyllingu með nafn-
hætti, eru eftirtaldar bækur: Land og synir (LS), I túninu heima, Ungur ég var,
Punktur, punktur, komma, strik, Sigrún fer á sjúkrahús, 1 afahúsi; enn fremur
Laxdœla, Egils saga, Gísla saga Súrssonar, Víga-Glúms saga, Grettis saga, Háva-
mál og fleiri Eddukvæði og kaflar úr Heimskringlu.
5 Sjá t. d. Lewandowski, I bls. 295, þar sem þessi atriði eru rædd og vísað til
verka, þar sem um þessi málefni er fjallað.