Gripla - 01.01.1977, Qupperneq 139
135
UM SAGNFYLLINGU MEÐ NAFNHÆTTI
Til þess að girða fyrir þann möguleika, að nokkurt dæmanna, sem ég
hef búið til, sé ótækt, hef ég borið hvert og eitt þeirra undir álit annarra,
og þannig hafa minnst þrír aðilar tjáð sig óháð um hvert einstakt dæmi.
Því er þó ekki að leyna, að þessi aðferð er engan veginn örugg. Þannig
rak ég mig á það æ ofan í æ, að menn rugluðust og urðu sjálfum sér
ósamkvæmir, jafnvel um eitt og sama dæmið, ef spurt var oftar en einu
sinni um hvert einstakt dæmi. Þrátt fyrir nokkra óvissu má þó telja, að
mat málnotenda gefi allgóða vísbendingu um, hvort setning er tæk eða
ekki.
í kafla II hér á eftir verður vikið að orðskipaninni þolfall með nafn-
hætti (accusativus cum infinitivo), þar sem sú orðskipan virðist skipta
verulegu máli í þessu sambandi. í kafla III verður síðan komið aftur að
hinu eiginlega viðfangsefni, um það fjallað og nýjum dæmum bætt við.
í kafla IV verður sérstaklega rætt um sagnfyllingu með nafnhætti með
ópersónulegum sögnum, þar sem slíkar setningar hafa nokkra sérstöðu,
að því er þetta efni varðar. í kafla V verða síðan dregnar saman helztu
niðurstöður.
II
ACCUSATIVUS CUM INFINITIVO
Sú orðskipan, sem nefnd er accusativus cum infinitivo eða þolfall með
nafnhœtti, er allalgeng í íslenzku sem og öðrum málum. Svo virðist sem
þessi orðskipan hafi verið algengari á eldra málstigi en í nútíma ís-
lenzku, og enn fremur virðast einstakar sagnir í nútíma íslenzku ekki
lengur stýra þessari orðskipan, þótt þær hafi gert það á eldra málstigi.
Þessi verður niðurstaðan, ef athugaðir eru kaflar í handbókum, þar sem
urn þolfall með nafnhætti er fjallað, t. d. Nyg. § 217 ff., Smári § 93
O- fl. Ekki skal getum að því leitt, hvað þessari breytingu veldur, en þó
má benda á, að áhrifa frá latínu og stíl lærðra manna gætir meira á
eldra málstigi en á yngri málstigum. Að þessum atriðum verður vikið
nánar síðar, er einstök dæmi úr fornmáli verða borin saman við til-
svarandi dæmi úr nútíma íslenzku.
Þær sagnir, sem taka með sér acc.c.inf. hafa sameiginleg setninga-
fræðileg og merkingarfræðileg einkenni. Merkingarfræðileg einkenni
eru einkum eftirfarandi. Sagnirnar tákna: