Gripla - 01.01.1977, Page 140
136
GRIPLA
1. Skynjanir (verba sentiendi)-.
(Ég sá hann koma inn)
ef ek sé af fári skotinn
flein í folki vaða (Háv. 150)
(Ég heyrði hann hlæja)
Ég fann kvölina byrja (LS 84)
2. Umsögn eða ályktun (verba dicendi / putandi):
(Hann sagði sig vera veikan)
(Ég áleit hana (vera) örugga)
(Ég hélt hana (vera) örugga)
at marger œtlaðo hann sialfan
Crist vera (Hom. 186,1)
3. Nokkrar ástands sagnir (stative verbs)
(Hann vissi sig hafa rétt að mæla)
(Hann vissi sig (vera) órétti beittan)
4. Sögnin að láta:
(Hann lét mig bíða einan)
Við látum þig ekki fara eina (Sigr. fer . . ., 77)
Ofangreind upptalning er ekki tæmandi, en ætti að gefa allgóða hug-
mynd um, hvers kyns sagnir telja má, að taki með sér þolfall með
nafnhætti. Um frábrugðnar flokkanir og mismunandi innbyrðis vísast
t. d. til S. Ureland 1973, bls. 20 ff, Nygaard § 217, J. J. Smára 1920,
§93 og SE, bls. 160 ff.
Setningafræðileg einkenni sagna, sem taka með sér þolfall með nafn-
hætti, eru einkum tvenns konar. í fyrsta lagi taka slíkar sagnir aðeins
eitt andlag með sér. Þetta einkenni útilokar, að unnt sé að telja, að
sagnirnar biðja (þf.-ef.) og beiða (þf.-ef.) taki með sér orðskipanina
þolfall með nafnhætti, sem þó er oftast gert.6 Nokkrar sagnir af þessari
gerð geta að vísu tekið með sér tvö andlög, en þá gegna þær öðru setn-
ingafræðilegu hlutverki. Bezt er því að gera ráð fyrir tveimur sögnum í
slíkum tilvikum, þ. e. sögnum, sem eru eins að yfirborðsgerð, en mis-
munandi að því er tekur til setningafræðilegra og merkingafræðilegra
eiginleika. Dæmi um slíkar sagnir eru:
a) segjai e-m e-ð b) ætlai e-m e-ð
segja^ e-n ætla2 e-n
6 Sjá t. d. Nyg, § 217, Smári, § 93.