Gripla - 01.01.1977, Side 143
UM SAGNFYLLINGU MEÐ NAFNHÆTTI
139
Ummyndanir þær, sem gert var ráð fyrir að framan, að væru nauð-
synlegar til að leiða yfirborðsgerð af djúpgerð, sýna í grófum dráttum,
hvemig hugsa má sér þróunarferli setninga af þessari tegund. Aðeins
eru teknar með þær ummyndanir, sem skipta máli, að því er orðskip-
anina þolfall með nafnhætti varðar. Sleppt er t. d. að sýna sambeygingu
frumlags og umsagnar.
Um röð ummyndananna er það að segja, að ummyndun 2 hlýtur að
fara á undan ummyndun 3 og 4, ef tekið er tillit til miðmyndunarum-
myndunar og ummyndunar í orðskipaninni nefnifall með nafnhætti, en
báðar síðast töldu ummyndanirnar hafa í för með sér nafnháttarum-
myndun, en sagnfylling stendur hins vegar í nefnifalli, sbr. eftirfarandi
setningar:
Honum finnst Páll vera góður
Hann sagðist vera veikur
Ummyndun 4 er valfrjáls með ákveðnum hópi sagna og því ekki eins
víðtæk og ummyndun 3, sem aldrei er valfrjáls.
Með tilliti til ofanritaðs má telja einkenni orðskipanarinnar þolfall
með nafnhætti einkum þrjú: 1) Kemur aðeins fyrir með ákveðnum sögn-
um, sem merktar eru með tilliti til þessa. 2) Sambeyging sagnfyllingar
við andlag er skyldubundin. 3) Nafnháttur er ávallt án nafnháttarmerkis.
Við þetta má bæta fjórða einkenninu, sem er sérstakt ummyndunarferli,
sbr. að framan.
Sagnimar að beiða e-n e-s og biðja e-n e-s taka í nútíma máli ýmist
með sér nafnhátt með nafnháttarmerki eða án, en oftast þó með nafn-
háttarmerki. Eftirfarandi setningar em t. d. báðar mjög eðlilegar í nú-
tíma íslenzku:
A. Ég bað hann að vera góður/góðan
B. Ég bað hann vera góðan
í fornu máli var þessu á annan veg háttað. í Egils sögu koma fyrir 27
dæmi með sögninni að biðja og nafnhætti, og er nafnhátturinn ávallt
an nafnháttarmerkis nema í einu dæmi:
C. Egill bað Þórð at fara með honum til leiks (Eg. 99)
Þetta er reyndar eina dæmið, sem ég hef um at + nh. með sögninni
að biðja, en úr Laxdælu og öðmm ritum hef ég mörg dæmi um biðja,
°g er þar ávallt notaður nafnháttur án nafnháttarmerkis: