Gripla - 01.01.1977, Side 144
140
GRIPLA
D. ok er þess eigi getit, at æsimir bæði þá heila hittast (SnE, 69,1)
(og er þess eigi getið, að æsirnir bæðu þá (að) hittast
heila/heilir)
E. bað Sigurð eigi verða svá djarfan (Hkr. III, 270)
(bað Sigurð að verða eigi svo djarfur/djarfan)
F. Olafr bað móður sína eina ráða (Laxd. 50)
(Ólafur bað móður sína (afí) ráða eina)
Sögnin að beiða kemur tvívegis fyrir í Eglu. Einu sinni með nafnhætti
án nafnháttarmerkis og öðru sinni með nafnháttarmerki:
G. beiddi hann þá konung unna sér laga á því máli (Eg. 198)
H. þá beiddi Egill Grím at ríða til þings með honum (Eg. 296)
Ekki verður tekin nein afstaða til notkunar sagnarinnar afí beiða á
grundvelli þessara tveggja dæma, en augljóst virðist, að breyting hafi
orðið frá fornmáli til nútíma máls, að því er til notkunar sagnarinnar
að biðja tekur.
Eins og áður var drepið á virðist ekki fýsilegt að telja sagnimar að
beiða og biðja til þess flokks sagna, sem taka með sér orðskipanina
þolfall með nafnhætti, enda stýra þær báðar tveimur föllum, þvert ofan
í það einkenni, sem talið var auðkenna sagnir, sem stýra þolfalli með
nafnhætti. Þessar sagnir, einkum þó sögnin að biðja, virðast því hafa
nokkra sérstöðu, þar sem valfrjálst er, hvort þær laga sig að orðskipan-
inni þolfall með nafnhætti, eða taka með sér nafnháttarmerki eins og
aðrar sagnir, sem stýra tveimur föllum. Virðist hendi næst að merkja
þær sérstaklega með tilliti til þessa valfrelsis, sem er algengt í nútíma-
máli og vottar reyndar fyrir þegar í fornu máli, þótt ég hafi ekki kannað,
hve örugg þessi einstöku dæmi em, heldur treysti þeirri útgáfu Eglu,
sem ég styðst við.
Vert er að gefa því gaum, að nokkrar þágufallssagnir, sem yfirleitt
taka með sér nafnhátt með nafnháttarmerki, virðast einnig geta tekið
með sér nafnhátt án nafnháttarmerkis, að fyrirmynd þeirra sagna, sem
taka með sér orðskipanina þolfall með nafnhætti. Sem dæmi um slíkar
sagnir má nefna leyfa, lofa og hjálpa:
I. (Leyfðu mér lesa í friði)
J. (Lof mér sjá bókina)
K. (Hjálpaðu honum komast úr úlpunni)