Gripla - 01.01.1977, Page 145
UM SAGNFYLLINGU MEÐ NAFNHÆTTI
141
Dæmi I-K eru fengin úr talmáli og þeir, sem spurðir voru álits, töldu
dæmi I og einkum þó J tæk, en dæmi K vafasamt. Úr ritmáli hef ég
engin hliðstæð dæmi, en hef heldur ekki leitað vandlega að slíkum
dæmum, heldur lét nægja að leita í tiltækum orðabókum og seðlasafni
Orðabókar háskólans. Þessi setningafræðilega breyting, sem virðist þó
mjög sjaldgæf, kann að hafa stuðlað að því, að umræddar sagnir tækju
með sér beygða sagnfyllingu með nafnhætti, að fyrirmynd orðskipanar-
innar þolfall með nafnhætti, t. d.:
L. Láttu mig lesa einan
M. Leyfðu mér að lesa einn
N. Leyfðu mér lesa einum
Loks skal á það bent, að ef sagnfylling er notuð með orðskipaninni
þolfall með nafnhætti, þá er allalgengt að fella brott nafnháttinn. Eink-
um er þetta algengt með ákveðnum sögnum. Dæmi:
O. (Hann álítur sig alvitran)
P- (Ég tel hann góðan (í skák))
R. Konungr lét Sigurð lausan (Hkr III, 269)
Þetta atriði undirstrikar enn frekar hin nánu tengsl milli sagnfyllingar
°g andlags í orðskipaninni þolfall með nafnhætti.
III
SETNINGARGERÐIN SAGNFYLLING MEÐ NAFNHÆTTI
Nú skal vikið aftur að þeim dæmum, sem tilgreind voru í I. kafla, en
fyrst tilgreind til viðbótar nokkur hliðstæð dæmi.
A. Það er ekki auðvelt fyrir hann að vera einn
(Það er ekki auðvelt fyrir hann að vera einan)
(Sjónv. Barnatími 5.12.1976)
B. Þú átt að venja þig á að vera kyir, meðan ég laga á
þér fötin (Mh.)
(Þú átt að venja þig á að vera kyrran, meðan ég laga á
þér fötin)
C. Ég bað hann að vera ekki svona kátur (Mh.)
(Ég bað hann að vera ekki svona kátan)