Gripla - 01.01.1977, Síða 147
143
UM SAGNFYLLINGU MEÐ NAFNHÆTTI
eða ekki, jafnvel þótt þeir sættu sig við setningu með þolfallssagn-
fyllingu.
En hvernig stendur á þessu fyrirbrigði? Hvers vegna eru setningar
með þágufallssagnfyllingu á eftir nafnhætti síður tækar en setningar
með þolfallssagnfyllingu í sömu stöðu? Á það má benda, að þágufalls-
sagnir eru óefað færri að tölu en þolfallssagnir, þó að mér séu beinar
samanburðartölur að vísu ekki tiltækar. En miklu líklegra er þó, að hér
valdi áhrif frá orðskipaninni þolfall með nafnhætti, sem ávallt hefur
beygða sagnfyllingu eins og minnzt var á í kafla II. Mönnum er með
öðrum orðum tiltækara að nota beygða sagnfyllingu með þolfallssögn-
um en með þágufallssögnum, þar sem fyrirmynd formgerðarinnar þol-
fall með nafnhætti blasir við. Þetta atriði verður enn gleggra, ef tekið er
tillit til sagnarinnar að biðja, sem í fornu máli stýrði orðskipaninni
þolfall með nafnhætti, en er oft — og oftast — notuð með að + nh. í
nútíma máli, t. d.:
H. (Ég bað hann koma einan)
I. (Ég bað hann að koma einan/einn)
í dæmi H er notuð orðskipanin þolfall með nafnhætti, og þá kemur
aðeins beygð sagnfylling til greina, en í dæmi I er skotið inn nafnháttar-
merkinu, sem ekki er notað í formgerðinni þolfall með nafnhætti, og þá
kemur hvort tveggja til greina að nota beygða eða óbeygða sagnfyllingu.
Dæmi H er hliðstætt mörgum dæmum úr fornmáli,11 en dæmi I er al-
gengt í nútíma máli.
Loks má geta þriðja atriðisins, sem kann að hafa stuðlað að notkun
beygðrar sagnfyllingar. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að orðaröð
er allfrjáls í íslenzku. Þannig er t. d. alþekkt stílbragð að skjóta sagn-
fyllingu fram fyrir nafnhátt, þannig að sagnfylling standi þétt við það
orð (andlagið), sem hún á við. Sem dæmi skulu teknar eftirfarandi
setningar:
1. Þorkell bað þá heila hittask (Laxd. 222,5)
2. . . bað þá vel fara ok heila hittask (Hkr. 11,123)
3. (Hann skipaði mér góðum að vera)
4. (Hann kenndi barninu prúðu að vera)
í slíkum tilvikum er sagnfylling ávallt beygð vegna áhrifa frá and-
11 Sbr. t. d. Nygaard § 216.