Gripla - 01.01.1977, Side 149
145
UM SAGN FYLLINGU MEÐ NAFNHÆTTI
Líkan A sýnir, hvernig hugsa má sér orðskipanina þolfall með nafn-
hætti í djúpgerð. Sögnin að láta tekur með sér eitt andlag eins og allar
sagnir, sem mynda þolfall með nafnhætti. Við innfellingu setningar (S,
Ny), sem stendur með andlagi sagnar (Ny, Sy), sem tekur með sér aðeins
eitt andlag, virðist sambeyging sagnfyllingar við andlag í móðursetningu
(S) alltaf eiga sér stað. Ef hins vegar sögn tekur með sér tvö andlög (B)
og seinna andlagið er S, þá virðist valfrjálst, hvort sagnfylling innfelldu
setningarinnar er sambeygð andlagi móðursetningar eða ekki. Hafa ber
þó í huga hina valfrjálsu ummyndun um breytta orðaröð, sem hefur í
för með sér beygða sagnfyllingu, enn fremur muninn á þolfallssögnum
og þágufallssögnum, hvað þetta varðar, en á hvort tveggja var minnzt
áður.
Þegar sett er upp ummyndanaferli fyrir setningar af gerðinni B, eins
og gert var fyrir setningar af gerðinni A í II. kafla, kemur í ljós allnokk-
ur mismunur. Ferlið má hugsa sér á eftirfarandi hátt og undirstrikanir
tákna liði, sem ummyndast:
1B. Þú leyf ég það
IIB. Þú leyf ég
IIIB. Þú leyf ég
IVB. Þú leyf mér
VB. Þú leyf mér
ég er ein
ég að vera ein
að vera ein
að vera ein
að vera einum.
Ummyndanir IB og IIB eru samsvarandi ummyndunum fyrir setning-
ar af gerðinni A (IA, IIA), nema í yfirborðsgerð fylgir nafnháttarmerki
nafnhættinum. Ummyndun IIIB hins vegar samsvarar ekki neinni um-
myndun í ummyndunarferli setninga af gerðinni A.
IIIB. (Ny + (nh. + lo)s^)s ((nh. + lo)^)^
Ummyndun IVB samsvarar ummyndun IIIA og ummyndun VB
samsvarar ummyndun IVA, en sá er munur á, að IVA er skyldubund-
in, en VB er valfrjáls.
IV
SAGNFYLLING MEÐ NAFNHÆTTI MEÐ ÓPERSÓNULEGUM
SÖGNUM
Ef athugaðar eru ópersónulegar orðskipanir, þar sem fyrir kemur sagn-
fylling með nafnhætti, eða orðskipanir þar sem fyrir kemur aukafall, sem
Gripla 10