Gripla - 01.01.1977, Side 153
UM SAGNFYLLINGU MEÐ NAFNHÆTTI
149
V
Niðurstaða framanritaðs verður sú, að nokkuð sé á reiki, hvernig farið
er með sagnfyllingu á eftir nafnhætti. Sagnfylling í orðskipaninni þolfall
með nafnhætti stendur ávallt í þolfalli og sagnir, sem taka með sér
orðskipanina þolfall með nafnhætti, stýra aðeins einu falli. Ef sögn í
móðursetningu stýrir þolfalli og tekur með sér nafnhátt með nafnháttar-
merki er ýmist, að sagnfylling stendur í þolfalli eða nefnifalli og flestir
málnotenda, sem spurðir voru, töldu sig geta notað hvort tveggja, enda
næg dæmi um hvort tveggja. Ef sögn í móðursetningu stýrir hins vegar
þágufalli, þá er algengast, að sagnfylling standi í nefnifalli, þótt þó
nokkrir málhafa teldu sig geta notað þágufall. í langflestum dæmanna
um þetta atriði, sem athuguð voru, var notað nefnifall. Þessi mismunur
á beygingu sagnfyllingar á eftir þolfallssögnum annars vegar og þágu-
fallssögnum hins vegar stafar líklegast af áhrifum frá orðskipaninni
þolfall með nafnhætti, þar sem sagnfylling er ávallt sambeygð viðmið-
unarorði. Með ópersónulegum sögnum stendur sagnfylling með nafn-
hætti ávallt í nefnifalli í nútímamáli, sé eðlilegri orðaröð haldið.
SKRÁ YFIR RIT, SEM VITNAÐ ER TIL
Chomsky 1961: Noam Chomsky: Degrees of Grammaticalness, prentað í The
Structure of Language, Prentice-Hall 1964.
Chomsky 1965: Noam Chomsky: Aspects of the Theory of Syntax. The MIT Press
1965.
Bechert o. //.: Johannes Bechert, Daniéle Clément, Wolf Thummel und Karl Heinz
Wagner: Einfiihrung in die generative Transformationsgrammatik. Hueber
1974 (4. Auflage).
BG43: Björn Guðfinnsson: íslenzk setningafræði handa skolum og útvarpi.Reykja-
vík 1943.
HH55: Halldór Halldórsson: Kennslubók í setningafræði . . . Akureyri 1955.
Lewandowski: Th. Lewandowski: Linguistisches Wörterbuch 1-3. Quelle und
Meyer, Heidelberg 1973-1975.
Nyg.: M. Nygaard: Norrpn Syntax. Aschehough og Co, Oslo 1966 (2. opplag).
SE: Stefán Einarsson: Icelandic Grammar Texts Glossary. Baltimore 1949.
Smári: Jakob Jóh. Smári: íslenzk setningafræði. Reykjavík 1920.
LJreland: Sture Ureland: Verb Complementation in Swedish and other Germanic
Languages. Skriptor AB, Stockholm 1973.
■dtlam.Háv.Sól.: Eddukvæði I-II, Guðni Jónsson bjó til prentunar. Akureyri 1954.
Egils.s.: íslenzk fornrit II. Egils saga Skalla-Grímssonar, Sigurður Nordal gaf út.
Reykjavík 1933.
Forn.Suð.: Fornsögur Suðurlanda. . . . Utgifna af Gustaf Cederschiöld. Lund 1884.