Gripla - 01.01.1977, Blaðsíða 187
ÓLAFUR HALLDÓRSSON
EFTIRHREYTUR UM RÍMUR
VÍSUR ÚR ÁNS RÍMUM BOGSVEIGIS í PERG. 4TO NR. 26
I Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi eru fjögur kver úr skinni saum-
uð saman með þvengjum í hefti sem er auðkennt með safnnúmeri Perg.
4to nr. 26. Fremst er fjögurra blaða kver, 23 X 15 sm, sett saman úr
tveimur heilum tvinnum, en ytra tvinnið hefur verið skakkt brotið þegar
kverið var saumað í heftið; rétt röð blaða er: 4, 2, 3, 1, svo sem ný-
legar tölur skrifaðar á neðri spássíu benda til. Skrift er í einum dálki,
leturflötur um það bil 19X12.2 sm og 29 línur í dálki. Höndin er
íslensk frá síðari hluta 14. aldar.
A fyrsta kveri er efni sem hér segir: Texti á bl. 4r hefst í Kristinrétti
Arna byskups á orðunum: ‘sel. Ross hual skal a engom timom æta . .
sjá Norges gamle Love V, bls. 51.14. Texti heldur síðan áfram að NgL
V 52.17 proua, en þar á eftir kemur tilskipun Árna byskups um banns-
verk, sjá DI II nr. 91, þá skipan Magnúsar byskups Gissurarsonar, sjá
DI I nr. 117, þessu næst skipan Árna byskups Þorlákssonar, sjá DI II
nr. 7 B, því næst saktal, sjá DIII nr. 58 (lýkur með bls. 127.3 byskup),
og að lokum skipan Eilífs erkibyskups, sjá DIII nr. 382. Blað lv endar
á ‘orlæika vizko sannleiks ok læ-’, sjá DIII, bls. 624.27. Það sem vantar
af texta þessarar skipunar hefur væntanlega fyllt tæpar þrjár blaðsíður.
Þess er þá að vænta, að fyrsta kverið í 26 sé ekki leifar af stöku kveri,
heldur heilli skinnbók, enda benda gömul saumför á kili til að svo muni
vera.
Annað kver er einnig fjögurra blaða, sett saman úr tveimur heilum
tvinnum, 22 X 15.6 sm, skrift í einum dálki, 25 Iínur, og leturflötur um
17.3 X 12.3 sm. Höndin er íslensk frá því um eða skömmu eftir miðja
14. öld.
Texti á þessu kveri er sem hér segir: Á bl. 5r-7r er réttarbót Hákonar
konungs háleggs, gefin út í Björgvin 14. júní 1314, sjá DI II, nr. 215,
og NgL IV, bls. 349-53. Á bl. 7v-8v.7 er réttarbót Hákonar konungs
háleggs, gefin út í Túnsbergi 23. júní 1305, sjá DI II, nr. 182, og NgL