Gripla - 01.01.1977, Qupperneq 188
184
GRIPLA
IV, bls. 347-48. Á bl. 8v.7 og yfir á bl. 9r.6 er réttarbót Hákonar kon-
ungs háleggs, gefin út í Túnsbergi, um félagsgerð hjóna, sjá DI II, nr.
184, NgL III, bls. 138-41 (þar eru mismunargreinar tilfærðar úr 26,
auðkenndar með X, en handritið sjálft er nefnt Perg. Cod. C 3 qv.).
Síðasta orð réttarbótarinnar (magni) hefur staðið í 7. línu á bl. 9r, en
hefur verið skafið út.
Þriðja og fjórða kver eru samstæð og heil átta blaða kver, hvort um
sig sett saman úr fjórum heilum tvinnum, 22.3 X 16 sm, skrift í einum
dálki, 25 línur í dálki og leturflötur um 16.2 X 11.5-12 sm. Höndin er
íslensk, væntanlega frá miðri 14. öld. Engin saumför eru á kili, sem
bendi til að þessi kver hafi áður verið bundin í bók.
Á bl. 9v-24v er skrifaður Kristinréttur Árna byskups. Textinn hefst
á 8. kapítula: ‘Ala skal barn huert er borit uerðr ok mannz hófut er a’,
sjá NgL V 19.26, og lýkur í 38. kapítula á orðunum: ‘. . . nema hann se
i þeim stor-’, sjá NgL V 50.4. Það sem vantar aftan af Kristinrétti hefur
væntanlega staðið á tæpum þremur blöðum. Af því má ráða, að þriðja
og fjórða kver séu úr upphafi bókar sem eitthvað meira hefur verið
skrifað á en Kristinréttur Árna byskups.
Augljóst er að maður sá sem skrifaði annað kver í 26 hefur aukið því
framan við þriðja og fjórða kver; hann hefur skrifað 6 línur heilar og
eitt orð fremst í 7. línu efst á fyrstu blaðsíðu í þriðja kveri (bl. 9r), sem
upphaflega hefur verið auð. Þetta eina orð í 7. línu hefur síðan verið
skafið burt og eitthvað annað skrifað í staðinn, sem einnig hefur verið
skafið vandlega og engar leifar sjást af, utan síðasta orðið í línunni virð-
ist vera ‘maría’. Aftast í næstu línu fyrir neðan stendur ‘rima af ane’, en
því næst 16 línur með hendi frá síðari hluta 15. aldar, eða frá því um
1500. í þessum línum eru níu erindi úr Áns rímum bogsveigis, það eru
erindi 6-8 og 11-16 úr fyrstu rímu. Þetta hefur Stefán Karlsson bent
mér á, og er raunar aðalerindi pistilsins að tarna, að gera grein fyrir
þessum erindum. Skriftin er mjög dauf og virðist að einhverju leyti
skafin út, en mestallt er þó nokkum veginn læsilegt. Texti þessara
erinda fer hér á eftir. Stafir og orð sem ekki sjást með neinni vissu eru
sett í hornklofa.
6 Fylkes kongar fyrri j aulld
fra ek at [þeir] noregi redv.
stalen brutv þeir stinn ok kolld
storar eigur tedv.