Gripla - 01.01.1977, Page 190
186
GRIPLA
Það sem hér er sett innan homklofa er allt svo óskýrt í handritinu,
að ekki verður sagt með vissu hvað þarna stendur; það er mestallt sett
eftir ágiskun og með stuðningi af textum annarra handrita. í 6.2 virðist
eitthvað standa á eftir ‘at’, en mjög er óvíst að það hafi verið orðið
‘þeir’. Vísuorðið 15.4 er mjög óskýrt, nema ‘vid ege’ sést sæmilega;
orðin ‘nordur um stad’ em sett hér eftir ágiskun sem einungis styðst við,
að ég þykist sjá þrjá síðustu stafina: ‘tad’.
Leshættir í þessum erindum í 26, sem ekki koma fyrir í öðrum hand-
ritum, eru þessir (lesháttur W fyrir framan hornklofann og 26 fyrir
aftan, sjá Áns rímur bogsveigis, Ólafur Halldórsson bjó til prentunar,
íslenzkar miðaldarímur II, Reykjavík 1973, bls. 88-89):
6.1 fyrr] fyrri. 8.2 hiellt] ok helt. 14.2 og] -+ 15.3 fyrer] vid.
16.1 lagda] lagt i.
Leshættir skyldir textum annarra handrita, en ekki samhljóða, eru:
6.2 eg] + at 26, sbr. SV. 15.1 J Hrafnistu] Hrafnísta 26, sbr.
SHV.
Leshættir sameiginlegir með frávikum annarra handrita frá W eru:
6.4 og] -5- 26 H, sbr. S. 7.1 at] 26 H. 8.1 Olafs lvnd] Olafur
26 SV. hæg] hegur 26 SV. 12.1 Onvndvr kongur] Avnvnnde
konge 26 SV. 13.2 efni] erfe 26 H. 15.2 bonde] bondin 26 SHV.
15.4 at lægi] vid ege 26 HV. 16.3 fra] af 26 H.
Ekki verða merkilegar ályktanir dregnar af þessum litla texta. Líklegt
er að hann sé skrifaður eftir minni, en allt um það er hann væntanlega
runninn frá einhverjum þeirra glötuðu milliliða sem hafa verið milli
frumrits og sameiginlegs foreldris S og H, sbr. leshættina 12.1 og 15.4,
sem trúlega eru frávik frá upphaflegum texta.
Eitthvað stendur á eftir 16.4 ‘veiter’ aftast í línu, e. t. v. ‘Þe/m’,
sem væri þá upphaf að bréfsávaipi: Þeim góðum mönnum; hugsanlegt
er að eitthvað hafi verið skafið út í næstu línu fyrir neðan rímnaerindin,
en ekki verður sagt um það með vissu. Neðst á blaðsíðunni eru sex
línur, skýrar og óskafnar, væntanlega skrifaðar litlu síðar en rímna-
erindin. Klausa þessi er um aflát; hún er prentuð í DI VII, bls. 669 nm.,
en eitt orð hefur fallið þar niður í upphafi klausunnar. Réttur texti er:
‘Ef madur les allann maríu saltara . . .’