Gripla - 01.01.1977, Page 191
EFTIRHREYTUR UM RÍMUR
187
LEIÐRÉTTINGAR VIÐ ÍSLENZKAR MIÐALDARÍMUR
I
Fáeinar óþarfar villur hafa slæðst inn í Haralds rímur Hringsbana, ÍMR
I, sem lesendur kversins eru beðnir að lagfæra. í kaflanum Höfundur -
aldur — efni eru neðanmálsgreinar tölusettar 2-6, en vitanlega á tölu-
setningin að vera 1—5, sjá bls. 17-18. Aðrar villur sem mér er kunnugt
um eru þessar: Bls. 8.30 breyt, les breytt; bls. 13.13 risaatkvæði, les
risatkvæði (enda þótt texti verði dauflegri þannig); bls. 24.23 e. t., les
et.; bls. 72.30 Haraldur, les Hertryggur.
n
í inngangi að Áns rímum bogsveigis, ÍMR II, bls. 9, segir að Eremíta
rímur í AM 144 8vo séu tvær. Davíð Erlingsson lektor hefur bent mér
á, að rímurnar séu þrjár.
in
í Vilmundar rímum viðutan, ÍMR IV, er villa á bls. 28.27 Jakobsens,
les Jacobsens.
Jóhan Hendrik Poulsen, deildarstjóri á Fróðskaparsetri Fproya, sendi
mér í bréfi, dagsettu 15. apríl 1975, spánnýjan fróðleik um Partaloppu-
bók, en þá var búið að prenta Vilmundar rímur viðutan. Partaloppubók
sem getið er í inngangi að Vilmundar rímum, bls. 28-29, eign Jákups
Jacobsens á Oyri suður í Vági, er eftirrit af handriti sem nú er í eigu
Bent Lútzen’s í Virum í Danmörku; á undan honum átti bókina Axel
Lutzen, bóksali í Svendborg, færeyskur maður, ættaður úr Þórshöfn,
f. 1882, d. 1947. Þetta mun vera hin eiginlega og upphaflega Parta-
loppubók; hún er í litlu broti, 16 X 10 sm, 176 blaðsíður. Neðst á öft-
ustu blaðsíðu stendur: ‘Oversat fra Islansk, af Thorstenson’. Þar er þá
komin efalaus heimild um að Þórður Þorsteinsson hafi þýtt bókina.