Gripla - 01.01.1977, Side 193
SAM TÍNINGUR
189
en um Innstein segir, að hann muni til jarðar hníga
horskr, at höjði
hers oddvita.
í færeyskum tilbrigðum af danskvæðinu Ulv van Jærn segir einn af
kóngsins mönnum:
‘Eg bar skonk av harra mín,
eg skal á hans brósti liggja.’
Síðan segir í kvæðinu, og talar annar kappi:
‘snúist tú til hilmirs hpvur,
snarast eg til fóta.’
Þá segir hinn þriðji hirðmaður:
‘hvíli eg pá mín harras bróst’
í Víga-Glúmssögu (23. kap.) segir frá bardaganum á Hrísateigi, að
Glúmur hopaði og féll við. Þá lögðust þrœlar hans tveir ojan á hann og
voru stangaðir spjótum til bana, en Glúmur slapp ómeiddur.
í Sturlungu segir, að maður hjó í höfuð Sighvati Sturlusyni, en Sig-
hvatur djákn lagðist ofan á nafna sinn og var veginn.
Auðsætt er, að torvelt er að tímasetja þessi dæmi, nema hið síðasta;
hin gætu verið frá víkingaöld eða yngri. Væri því vinningur að hafa
fleiri dæmi einmitt frá þeim öldum.
Síðan Afmælisrit Jóns kom út, hef ég veitt athygli tveimur dæmum
einmitt frá þeim tíma, þegar fátt er um örugg vitni, og sýna þau, að um
háttemi það, sem hér var til umræðu, var mönnum fullkunnugt á þess-
um tíma, og í ýmsum myndum.
1) í Grágás (Ia 190-91) segir: ‘Ef þræll hleypr undir vápn manna
fyrir dróttin sinn, ok varðar skóggang þá víg hans, ef hann fær bana af.’
2) Hitt dæmið er í frásögn Knytlingasögu af drápi Knúts Dana-
konungs Magnússonar og undankomu Valdimars konungs. Þar segir
svo: ‘Sveins menn þustu þá inn hverr at oðrum, ok allir alvápnaðir;
þeir bmgðu þegar sverðunum. En er Valdimarr konungr sá þat, hljóp
hann upp ok vafði skikkjunni um hond sér, er hann hafði yfir sér,
því at þeir váru vápnlausir inni, því at engi vissi ófriðar ván. Valdi-
marr konungr hljóp upp ok fram á gólfit fyrst allra manna sinna; hann
stiklaði svá hart upp á Þétleif, at þeir fellu báðir útar fyrir dyrnar. Þá