Gripla - 01.01.1977, Blaðsíða 194
190
GRIPLA
hjó Tóli Hemingsson til Valdimars konungs, ok kom þat hogg á lærit,
ok var þat svoðusár ok ekki hættligt; hann varð ok sárr á þumalfingri.
Ok er menn Valdimars konungs sá, at hann var fallinn, þá Iggðuz þeir
á hann ofan ok váru þar saxaðir, en Valdimarr konungr komz við þetta
undan. Þá komz Þétleifr á fœtr ok hjó þegar ofugri hendi til Knúts
konungs, ok varð þat hogg svá mikit, at hann klauf allt hofuðit til háls,
ok var þat hans banasár.’ (Sögur Danakonunga, útg. Carl af Petersens
och Emil Olson, Kh. 1919-25, bls. 253-54.) í þessum kafla Knytlinga-
sögu eru margar frásagnir líkar því sem Saxi hinn málspaki segir í
Danasögu sinni, en það atvik, sem skáletrað er hér á undan, kemur þar
ekki fyrir. Sama er að segja um frásögn Helmolds prests af drápi Knúts
Danakonungs í Slavakroníku hans; margt er þar líkt og í bók Saxa og
í Knytlingasögu, en þessa atviks er ekki getið þar.
Hér skal því aðeins bætt við, að gríski sagnaritarinn Heródót getur
þess, að meðal Skýþa fylgi þjónustufólk húsbændum sínum í dauðann
(dönsk þýðing eftir Karl Hude, II 149). e.ó.s.
2
HEITI í SÖLUM HELJAR
Egyptar hinir fomu létu sér mjög annt um líðan manna í öðru lífi og
bjuggu deyjandi menn sem allra bezt undir allt, sem fyrir þá kynni að
koma í dánarheimum, enda trúðu þeir því, að þar væri illu að mæta,
ef menn hefðu illa til gert. Egypzkir prestar skráðu á sefpappír langa
þulu, þar sem hinn dáni lýsti yfir, að hann hefði ekki drýgt illan
verknað, sem upp er talinn í þulunni, eitt atriði eftir annað. (Sjá Ancient
Near Eastern Texts relating to the Old Testament, ed. J. B. Pritchard,
Princeton 1966, bls. 34-36.) Hvert orð þessa skriftamáls hins dána er
vegið, bókstaflega að skilja, og eru til myndir af voginni, sem dómarar
dánarheims höfðu til þessa verks. Þegar lokið er þessu skriftamáli og
hafi hinn dáni verið dæmdur sýkn af dómendum sínum, á hann að
nefna öll goð eða máttarvöld, sem ráða fyrir helheimum jafnskjótt og
hann hittir þau þar, og má honum hvergi fipast. En auk þess verður
hann spurður af verum honum ókunnum um goðfræðileg efni, hann
verður og að nefna dyr þær, sem hann gengur um, svo og einstaka
parta dyranna; gólfin hleypa honum ekki áfram nema hann nefni töfra-
full nöfn á fótum sínum. (Sjá Pritchard 36, nmgr. 38.) Þá kemur hann