Gripla - 01.01.1977, Qupperneq 195
SAMTÍNINGUR
191
að hinni breiðu höll dómaranna tveggja, og verður að nefna dyravörð-
inn og dómara þá, sem dæma þessa stundina. Og þá lýkur þessu prófi
hins dána.
Hér kemur fyrir margt kynlegt, en einna fákunnlegast mun vera, að
hinn dáni verður að nefna með nafni alla þá, sem hann hittir þar í
dánarheimum, svo og hluti, sem í höllinni eru, jafnvel parta dyra og
gólfa.
Hér skal ég til samanburðar nefna, að hugmyndir úr hinni fornu
egypzku trú hafa komizt inn í kristin villutrúarrit. Frá þessu greinir
Montague Rhodes James í ‘The apocryphal New Testament,’ Oxford
1926, bls. 12, í kafla sem fjallar um guðspjall Filippusar, en um það
segir hann svo:
One mention and citation of this occurs in Epiphanius, Heresy
xxvi. 13. Speaking of the ‘Gnostics’ of Egypt in his time (fourth
century) he says:
They produce a Gospel forged in the name of Philip the holy
disciple, which says:
The Lord revealed unto me what the soul must say as it goeth
up into heaven, and how it must answer each of the Powers above.1
‘I have taken knowledge (it saith) of myself, and have gathered
myself together out of every quarter and have not begotten (sown)
children unto the Ruler, but have rooted out his roots and gathered
together the members that were scattered abroad. And I know thee
who thou art, for I (it saith) am of them that are from above.’
Sjálfsagt mun mega finna dæmi annarstaðar um að dánir menn séu
krafðir um vitneskju og nöfn máttarvalda annars heims, en hér skal
ekki hafin leit að slíku, enda má finna sviplíka upptalningu máttarvalda
eða hluta í helheimum í bókum, sem Islendingum voru nærtækari en
þessar suðrænu heimildir. Skal nú hyggja að þessum efnum.
í Gylfaginningu Snorra (20. kap.) segir frá Hel, dóttur Loka:
Hel kastaði hann (þ. e. Alfaðir) í Niflheim ok gaf henni vald yfir
níu heimum, at hon skyldi skipta ollum vistum með þeim, er til
hennar váru sendir, en þat eru sóttdauðir menn ok ellidauðir. Hon
á þar mikla bólstaði ok eru garðar hennar forkunnar hávir ok
grindr stórar. Éljúðnir heitir salr hennar, Hungr diskr hennar, Sultr
1 Skáletrað E.Ó.S.