Gripla - 01.01.1977, Page 196
192
GRIPLA
knífr hennar, Ganglati þrællinn, Ganglot ambátt, Fallanda forað
þreskoldr (forað þreskoldr: hér hefur U: forað grind; þolmóðnir
þresoldr), er inn gengr, Kor sæing, Blíkjanda bol ársali (-salr U)
hennar (eða tjald, b.v. í U). Hon er blá hálf, en hálf með horundar
lit; því er hon auðkennd ok heldr gnúpleit ok grimmleg.’
í þessum kafla notar Finnur Jónsson handritin R, W, T, U, og hefur
U (Uppsala-Edda) helzt orðamun. En í brotinu AM 748, I 4to er þessi
upptalning nokkuð fyllri:
Frá híbýlum Heljar. Æljúðnir heitir salr hennar. Gillingr lykill
hennar, Hungr diskr, Sultr knífr, Affelldr spónn, Hnípinn akr,
Ganglati þræll, Ganglot ambátt, Víðopnir garðr, Gjallandi grind,
Láti láss, Blíkjandabol hurð, Brotabol þreskoldr, Forað tjald, Fall-
anda forað forfall, Kor rekkja, Korbeðr dýna, . . . hani, Frostopna
kista, Vaningi hundr, Hryggr hestr, ‘yglóð’ ‘pmd’.
Þessi nöfn eru á eftir þulum og öðrum vísum, sem án efa eru skráðar
í handritið til minnis mönnum, einkum skáldum eða þeim, sem ráða
vilja skáldskap. En á eftir nöfnunum úr bústað Heljar fer skrá yfir
önnur heiti, ýmislegs efnis, og verður ekki séð, að sú skrá standi í neinu
sérstöku sambandi við þá á undan, þar sem taldir eru upp hlutir í
Heljar ranni eða þar í grennd. En á blað eru þessi efni án efa færð til
hæginda skáldum eða mönnum, sem ráða vilja fram úr orðum í vísum
eða skáldamáli. Annað samband sé ég því ekki að sé milli upptalningar
á hlutum með Hel og vísum á undan né skránni á eftir.
Fyrir nokkrum árum athugaði ég síðasta hluta Skáldskaparmála og
hverjar heimildir þeirra væru. Svo sem vonlegt var, virtust heimildirnar
vera sundurleitar, en efni þeirra virtist skrásett af fróðleiksmönnum. Og
mest af því mátti finna í þulum Snorra-Eddu, sem komu nú næst í
sumum handritum þess rits. Var þá eðlileg ályktun, að þulurnar hefðu
verið notaðar af Snorra og ortar af öðrum fróðleiksmönnum fyrr á
tímum eða á yngri árum Snorra. Líklega gera menn ráð fyrir töluvert
minni rituðum heimildum en rétt er, sem notaðar voru, þegar fomritin
voru samin.
En eðlilegt er, að sú spurning vakni, hver sé afstaða kaflans um Hel
í Gylfaginningu og þess í skinnbókarbrotinu 748. Og þar vil ég hætta
til um ágizkun: Kaflinn í 748 er runninn frá forriti, sem skrifaður kann
að hafa verið á undan Snorra-Eddu, ef til vill seint á 12. öld. Snorri