Gripla - 01.01.1977, Síða 197
SAMTÍNINGUR
193
notar hann í Eddu sinni. Snorri er mikill fræðimaður en líka listamaður,
og sýnir val hans á vísum í Eddu það bezt: í Skáldskaparmálum rekur
ein snillivísan aðra. Slíkt gera þeir einir sem hafa smekk fyrir góðum,
fögrum skáldskap.
Gerum nú ráð fyrir, að Snorri hafi í höndum skrá um híbýli Heljar
og slíkt, og þegar hann segir frá Loka í Gylfaginningu gefur hann sér
tíma til að segja frá börnum hans. Hann lætur sem þetta sé allt fróð-
leikur. En listamaðurinn dottar aldrei. Hann vill hér gefa heildarmynd
af híbýlum Heljar, en ekki smásmugulega. Hann tekur allmörg atriði,
sem hafa áhrif á ímyndunarafl lesandans. Hann fellir því niður eitt og
annað að geðþótta sínum. Og því verður skrá hans í Gylfaginningu
styttri en hún er í forriti handritsins 748.
Áður en horfið er frá þessu efni, þykir mér rétt að líta enn sem
snöggvast á frásögn handritsins 748. Hér er margt, sem sýnir, að vond
sé vistin með Hel, sultur og seyra. Diskurinn heitir Hungur, hnífurinn
Sultur. Þá eru þau Ganglati og Ganglöt, akurinn Hnípinn. En auk þess-
arar eymdar er hér ýmislegt beinlínis fjandsamlegt komumönnum, eins
og hurðin Blíkjandi böl, þröskuldurinn Brotaböl (beinbrotna komu-
menn, þegar þeir stíga á hann?), tjaldið Forað, og svona má halda
áfram. í heild sinni eru máttarvöldin í dánarheimum Egypta réttlát, en
ströng, eins og vera ber um embættismenn réttarríkis. Hér eru þau ýmist
fulltrúar eymdar eða vonzku. Hér getur að líta trú, sem þokar fyrir
goðatrúnni germönsku, trú hermanna og kappa. Það ljómar af heimi
goðanna; lýsing Valhallar og bústaða ásanna í Grímnismálum er glæsi-
leg. Og þá sekkur Hel með öllum sínum fylgjurum, og hinar auvirðilegu
hugmyndir tengjast við hana.
Margt fleira mætti segja um þetta, en þessi orð nægja að sinni.
E.Ó.S.
3
ÍSLENZK OG ENSK VÍSA
Kalla má, að hvert mannsbarn á íslandi kannist við vísu þessa:
Ofan drífur snjó á snjó,
snjóar hylja flóa tó;
tóa krafsar móa mjó,
mjóan hefur snjó á kló.
Gripla 13