Gripla - 01.01.1977, Side 198
194
GRIPLA
Hún er eignuð séra Stefáni Ólafssyni í Vallanesi (um 1619-1688) í
mörgum handritum, þar á meðal handriti Hálfdanar Einarssonar frá
því um 1764, en hann studdist hann við gamlar heimildir (sjá útgáfu
Jóns Þorkelssonar af kvæðum Stefáns, I, 1885, xv-xvi; II, 1886, 147-
48). Síðar meir skrifar Bólu-Hjálmar vísuna upp og gerir hana dýrari
en vísa Stefáns var:
Ofan gefur snjó á snjó,
snjóum vefur flóa tó;
tóa grefur móa mjó,
mjóan hefur skó á kló.
Varla er einleikið, hve lík vísa Stefáns er erindi einu eftir ensku
skáldkonuna Christinu Rossetti (1830-94), en það er á þessa leið:
Snow had fallen, snow on snow,
Snow on snow,
In the bleak mid-winter
Long ago.
Kvæðið er kallað Mid-winter. — Er líkingin tilviljun? Orðalag er furðu
líkt, þó að íslenzku skáldin láti sér nægja lýsingu, en ensku skáldkon-
unni verður snjófallið til að vekja upp gamla, sára endurminningu.
Veldur einhver útlend sameiginleg heimild, t. d. latnesk, líkingu
orðalagsins? Eða er hugsanlegt, að skáldkonan hafi heyrt vísu Stefáns
hjá einhverjum Islendingi í Bretlandi? E.ó.s.
4
RÍMNAERINDI í POSTULASÖGUM
í tíu ár hef ég talið rímnaskáld með óvinum mínum og hef neyðst til
að hafa þau kynni af þeim, að ég þykist þekkja handbragð þeirra, enda
þótt ég rekist á það þar sem síst væri að vænta.
í Tveggja postula sögu Jóns og Jakobs hefst ein jarteinasaga á þessa
leið:
A Nóckurum tíma kemr sótt mikil i Franz. sua at naliga fellr
flockum folkit niðr i dauða. huat er aakafliga ottaz einn þarlendzkr
maðr. at hann muni verða i þui dauða flóði.1
1 Klausan er hér tekin stafrétt eftir Skarðsbók postulasagna, sjá Early Icelandic
Manuscripts in Facsimile, Vol. 2, f. 75v, sjá ennfremur Postola Sögur . . . udg. af
I