Gripla - 01.01.1977, Page 199
SAMTÍNINGUR
195
Ég fæ ekki betur séð en að hér sé komið hálft rímnaerindi:
náliga fellur flokkum (allt)
fólkit niðr í dauða.
Þarna er sérkennilega og eftirminnilega komist að orði: fólk fellur
flokkum niður í dauða. í Geðraunum (Hrings rímum og Tryggva) er
orðalag furðulíkt í 12. rímu, 20. erindi:
Sterkir menn í stála vind
stórum björgum fleygja;
ferliga varð hin falska kind
flokkum niðr að deyja.2
Líklegt er að hér sé skyldleiki í milli, en ef svo er, hlýtur honum að
vera þannig háttað, að höfundur Tveggja postula sögu hafi gripið til
orðalags úr rímnaerindi sem hann kunni og þetta sama erindi hafi
flögrað fyrir í kollinum á þeim sem orti Geðraunir. Ef þetta er rétt
verður að gera ráð fyrir að Tveggja postula saga Jóns og Jakobs hafi
verið rituð eftir að farið var að yrkja rímur, og í öðru lagi að hún sé
íslenskt verk, því að ekki er vitað til að rímur hafi verið ortar annars
staðar en á íslandi, a. m. k. ekki á íslensku. Björn K. Þórólfsson taldi
að rímnagerð hefði hafist á fyrstu áratugum 14. aldar.3 Ritunartími
Tveggja postula sögu hefur ekki verið skorðaður svo nákvæmlega, að
fullyrt verði að höfundur hennar hafi ekki getað þekkt rímur, en ef hún
hefur verið rituð um 1340 verður það ekki talið óhugsandi.4
C. R. Unger, Christiania 1874, bls. 688, Sögur úr Skarðsbók, Ólafur Halldórsson
sá um útgáfuna, Reykjavík 1967, bls. 124.
2 Rímnasafn . . . udg. . . . ved Finnur Jónsson, 2. bind, K0benhavn 1913-22,
bls. 268.
3 Björn K. Þórólfsson, Rímur fyrir 1600 . . . Safn Fræðafjelagsins um ísland og
íslendinga IX, Kaupmannahöfn 1934, bls. 48-49.
4 Peter G. Foote telur að Tveggja postula saga Jóns og Jakobs gæti verið frá
því um 1300, sjá The Pseudo-Turpin Chronicle in Iceland, London Mediæval
Studies: Monograph No. 4, London 1959, bls. 16, note 37, og bls. 47. Peter Hall-
berg eignar söguna Bergi Sokkasyni (d. 1345), sjá Stilsignalement och författarskap
i norrön sagalitteratur, Nordistica Gothoburgensia 3, Göteborg 1968, bls. 120-