Gripla - 01.01.1977, Page 200
196
GRIPLA
5
GANGA = LÍÐA
í athugasemdum við texta frá 12. öld, sem aðeins er kunnur í ungu
handriti, þótti mér ögn vafasamt hvort sögnin ‘ganga’ í merkingunni
“líða” um tíma gæti verið upphafleg í svo gömlum texta.1 Þó höfðu
fundist tvö dæmi um notkun sagnarinnar í þessari merkingu í handritum
frá síðari hluta 14. aldar, og þeir textar sem sögnin stendur í kunna að
vera drjúgum eldri.
Þess hefði mátt geta, að auk þess að merkingin er til í síðari alda
máli,2 eru tvö dæmi um hana í orðabók Fritzners,3 annað úr Gulaþings-
lögum eldri, en hitt úr 1. þætti Karlamagnús sögu.
í engri þeirra orðabóka sem hér hefur verið vitnað til er merkingin
“líða” (um tíma) greind skýrt frá öðrum skyldum merkingum. Það er
þó gert í eldri orðabók,4 en þar eru engin dæmi nefnd um notkun sagn-
arinnar í þessari merkingu.
Dæmið hjá Fritzner úr Gulaþingslögum er elst þeirra dæma sem nú
hafa verið talin utan fróðleiksgreinanna, a. m. k. ef miðað er við aldur
handrita. Elsta handrit laganna, Don. var. 137 4to, er talið vera skrifað
um 13005 eða enn fyrr.6
Hins vegar hafa fundist jafngömul og enn eldri dæmi, sem hér verða
tilgreind með samræmdri stafsetningu:
1) En várr drottinn Jesus Christus kom til þessa heims á hinni .vi.
öld þeiri sem verðr, en .v. vóru áðr gengnar.7
1 Stefán Karlsson, “Fróðleiksgreinar frá tólftu öld”, Afmœlisrit Jóns Helga-
sonar 30. júní 1969 (Rv. 1969), 332-33, 337 og 346.
2 Sigfús Blöndal, íslensk-dönsk orðabók (Rv. 1920-24), 236 (genginn 4) “hen-
gaaet, forsvunden, tabt”), sbr. einnig Richard Cleasby og Guðbrandur Vigfússon,
An Icelandic-English Dictionary (Oxford 1874), 190 (ganga C.X.ft. “gone, past”).
3 Johan Fritzner, Ordbog over Det gamle norske Sprog (Kria 1883-96), I, 545
(ganga 8) “tage Ende, forgaa saa at intet mere deraf er tilbage”).
4 Eiríkur Jónsson, Oldnordisk Ordbog (Kh. 1863), 165 (ganga I)B)2)d)/3) “hen-
gaae” og 166 (111)2) genginn a) “hengaaet, som er forbi”).
5 Kr. Kálund, Katalog over de oldnorsk-islandske hándskrifter i det store konge-
lige bibliotek (Kh. 1900), 422. — Sami, Palœografisk atlas, oldnorsk-islandsk af-
deling (Kh. 1905), nr. 41.
6 Norges gamle Love, útg. R. Keyser og P. A. Munch (Kria 1846), 2. — D. A.
Seip, Paiœografi (Nordisk Kultur XXVIII:B, Upps. 1954), 65.
7 Hauksbók, útg. Finnur Jónsson (Kh. 1892—96), 164. Handritið, AM 544 4to,