Gripla - 01.01.1977, Page 201
SAM TÍNINGUR 197
2) Skip yðart má eigi bera meira at sinni, en er .viii. dagar eru
gengnir, þá skal ek senda yðr œrinn mat til hvítasunnudags.8
3) Ok þá er hann var borinn, þá vóru ge(n)gnir frá upphafi ver-
aldar .v. þúsundir ok átta ár ens þriðja tegar ens þriðja hundraðs.9
Með hómilíubókinni ná dæmi um ‘ganga’ í merkingunni “líða” með
vissu aftur um 1200, og víst getur jólaprédikun sú sem dæmið er sótt í
verið töluvert eldri. Óhætt mun því vera að fullyrða að notkun sagnar-
innar í fróðleiksgreinunum, sem að var vikið í upphafi, geri ekki aldur
þeirra tortryggilegan.
er skrifað í byrjun 14. aldar og sú prédikun sem þessi orð standa í af norðmanni
eða færeyingi, sbr. Hauksbók (Manuscripta Islandica 5, Kh. 1960), ix-xi.
8 Heilagra manna sögur, útg. C. R. Unger (Kria 1877), I, 274. Þetta er úr
Brandanus sögu, og handrit hennar, NRA 68, er frá 13. öld og hefur verið talið
norskt.
9 Homilíu-bók, útg. Th. Wisén (Lundi 1872), 46. Handritið, Perg. 4to nr. 15, er
skrifað um 1200. — Hér væri þess að vænta að fremur stæði ‘gengnar’ (þúsundir)
eða ‘gengin’ (ár) en ‘gengnir’ (vetur); svipaður ruglingur kynja er í öðru dæminu
í fróðleiksgreinunum frá 12. öld. „ „
6
DÆMI UM SÖGNINA ‘FRÍA’
Enda þótt C. R. Unger hafi yfirleitt lesið rétt og tilgreint lesbrigði
samviskusamlega að því marki sem hann getur þeirra, á hann það til að
breyta texta aðalhandrits athugasemdalaust.
Eitt dæmi um þetta er í Karlamagnús sögu (Christiania 1860), 184.
bls., þar sem verið er að lýsa hermönnum sem hafa andvara á sér á
næturþeli. í útgáfunni stendur (án lesbrigða);
engi fékk svá mikil hœgindi at hann leysti hjálminn sér af höfði
Þetta er í Bb-gerð Agulandus þáttar, og aðaltextinn, B (AM 180 d
fol., f. 116v) er svo í raun og veru:
engi feck sua mikil heidingi at hann friadi hialminvm ser a hofdi
í b (AM 531 4to, f. 104v) stendur:
engi feck sva mikil hægindi, at hann friadi hjálminum sjer á hofdi