Gripla - 01.01.1977, Qupperneq 203
SAMTININGUR
199
bækling skal tekið fram að búast má við, eigi sízt ‘ef útanlands k0mr
sjá frásogn’, að hátíðlegum alvörumönnum geti orðið hverft við sitt-
hvað sem þar stendur, og varla líklegt að sumir höfundanna láti sér
bregða þótt svo verði. Ólafur skilur, af bjamígulslegu hyggjuviti, að
rúnirnar hafi rist Eiríkur rauði. Eitthvað hefur sá maður heitið, hver
sem var, og má þá eins vel nefna hann Eirík og hvað annað.
Ólafur grunar Eirík um að hafa lagzt í gátusmíð þá er aldur færðist
yfir og illa áraði til mannvíga. Ég mundi heldur komast svo að orði að
hann hafi gerzt pœdagogus og farið að búa til stafrófskver á spýtum.
Næst kemur að því að lesmálið standist sína raun, og fer þá ekki ólíkt
því sem Eirík gmnaði að verða mundi. Stöfunarbarnið, sem eins og nú
er komið sögu mætti kalla Leif, situr með keflið í höndum og stautar
‘sá sá sá’, en skilur hvorki upp né ofan. Þá tekur Eiríkur til máls
og talar kennaralega: Sá er rúnanna háttur, frændi, að eigi koma þær
allar í einn stað niður þó að samir sé stafirnir, né in heldur hafa öll orð
jafnan þunga ef rétt er að kveðið. Far þú fram í búr; þar muntu sjá
sái marga; ef þú sezt á einn þeirra og rennir augum til annars, geturðu
sagt á eftir: á sá sá sá es á sá sat. Og Leifur svarar: Glöggt fæ ég þetta
nú séð, en það villti mig að ég hugða hér djúpsettari vandmæli fólgin.
Þá segir Eiríkur: Eigi dyl ég þess að vera má að rúnar þyki hér settar
við glettu, og sízt örvænt ef spýtlingur sjá geymist enn um stund að
fleirum fari sem þér, en þó mátt þú, og svo aðrir, af þessu nema, að
eigi er ávallt einsætt að fylgja þeirra dæmum sem jafnan hyggja það
myrkt sem ljóst er, og bugðótt það sem beint er.
Um barnauppeldi á Grænlandi hinu forna er fáum heimildum að
fletta. Um ísland er kunnugt, svo langt aftur sem rakið verður, að ung-
menni voru tamin í heimahúsum við fjölskrúðugra málfar en tíðkaðist
í hversdagslegri ræðu: þau fengust við gátur, þau námu vísur, oft og
einatt með strembnum kenningum, og þeim var kennt að fara með
þulur eins og ‘Stebbi stóð á strönd’, þar sem mikið var í húfi að skýrt
væri talað ef ekki átti að láta sér verða ófagurt á munni. Og stundum
voru homonyma sett saman í erindi eins og þetta:
Áðan kom ég út og sá
einn þann mann sem reiddi sá,
mér var sagt að maður sá
mundi ætla að fara að sá.