Gripla - 01.01.1977, Side 204
200
GRIPLA
Ekki veit ég hvar þessa stöku muni að finna á blöðum, en líklegt er, ef
að vanda lætur, að hún muni ekki skrifuð upp fyrr en á 19du öld; þar
fyrir getur hún vel verið drjúgum eldri. Hún flaug mér í hug endur
fyrir löngu þegar ég heyrði Erik Moltke gera grein fyrir lestri sínum á
grænlenzka keflinu. Hverjir þræðir kunni að vera milli stökunnar og
rúnanna skal ég engu spá um, sennilega þeir einir að tveimur mönnum,
hvorum í sínu landi og hvorum á sinni öld, hefur komið til hugar að
leika sér að orðinu sá í mismunandi merkingum.
Eftir er enn annar hluti ristunnar og hefur verið lesinn ‘Bibrau heitir
mær sú es sitr á bláni’. Hér er snúið að nýju efni og líkast því sem vikið
sé yfir í skáldskap; kynningarhátturinn er til í eddukvæðum og víðar:
Hræsvelgr heitir, er sitr á himins enda; Heiðrún heitir geit, er stendr
hollu á Herjafoðrs; Suart hetær sten, han stær i hafæ utæ (rúnakefli úr
Rípum). En hver var þessi mær, hvernig á að lesa nafn hennar og hvar
sat hún? Því mun seint verða svarað og að minnsta kosti ekki hér.
Bifbrá vill Ólafur kalla meyna, og þeir Helgi og Ólafur vísa henni báðir
til sætis á himni. Þá mundu menn verða að setja hnakkann á bak sér
aftur til að sjá hana, eins og skáld gerðu á Þýzkalandi meðan þau voru
að svipast um eftir þarlendri merkiskonu sem sat á tindi, og mætti, ef
einhver nennti, vel gera kvæði um þessa í þeirra anda:
Nú skyggir, og skarður máni
úr skýjum hyggur þar að
sem Bifbrá situr á bláni
með blikandi gullið hlað.
En ekki þori ég að fortaka að mær þessi hafi farið öllu lægra og jafnvel
setið niðri á blánni, og sé þá átt við einhverja þvílíka blá sem Páll heit-
inn Ólafsson þeysti forðum yfir á hrossi sínu, en varla ráðlegt að tala
hátt um þetta, því að þá verður farið að spyrja um viðskeyttan greini á
Grænlandi í tíð Eiríks rauða.
Hér fer þá sem margoft ellegar að vitneskja er í molum en rök og
skynsemi dugir skammt. Og verður þá helzta fangaráðið að reyna að
fleyta sér á bjamígulslegu hundasundi. J-H-