Gripla - 01.01.1979, Blaðsíða 36
32
GRIPLA
er vitnaS til Encyclopædia Britannica frá 1885, þar sem segir ‘Stone-
ware jug or ‘greybeard’; Flemish ware, early 17th century’.
í Webster 1966 er graybeard m. a. þýtt: ‘BELLARMINE’, en undir
því orði segir: ‘[after Roberto Cardinal Bellarmine (Bellarmino) f 1621.
Ital. prelate whom such jugs orig. caricatured]: a narrow-necked large-
bellied stoneware drinking jug typically adorned with the figure of a
bearded man’.
í NED segir svo:
‘BELLARMINE . . . Obs. exc. Hist. A large glazed drinking-jug
with capacious belly and narrow neck, originally designed, by the Pro-
testant party in the Netherlands, as a burlesque likeness of their great
opponent, Cardinal Bellarmine. (See Chambers Bk of Days I, 371.)’
Elzta dæmi er frá 1719.
Þá má geta þess, að fyrr greindir brúsar eru á ensku einnig kallaðir
longbeard, sbr. Webster 1966, þar sem það orð er m. a. þýtt ‘bellar-
mine’.
Þessar ensk-bandarísku heimildir koma í öllum aðalatriðum heim
við elztu íslenzku heimildirnar um brúsa (skeggja, skeggkarl, skeggbrúsa
og leirkarl). Samkvæmt þeim er brúsi (greybeard, longbeard, bellar-
mine): 1) gerður úr leir, 2) með mynd af skeggjuðum manni, sérstaklega
Robert Frants Romulus Bellarmin, en kunnugt er, að hann var sendur
til Niðurlanda (Louvain) til að hamla á móti mótmælendatrú, enda
hálærður jesúíti. Ekkert er því til fyrirstöðu, að gerðar hafi verið skop-
myndir af fleiri mönnum, sem illa voru þokkaðir á Niðurlöndum, svo
sem hertoganum af Alba, 3) ílát undir áfengi, 4) belgvíður, en hálsmjór.
Um síðasta atriðið er erfitt að ákveða af íslenzku heimildunum.
Svipuð orð um sama fyrirbæri má einnig finna í þýzku: ‘GRAU-
BART ... 6) fiir wassergefasz mit bartiger maske: es sind (von holland
steinzeug a. d. ende d. 16. jhs) namentlich viele exemplare von wasser-
kriigen erhalten, die vorn unten dem ausgusz eine bártige maske tragen
und daher graubárte oder bartmánner genannt wurden’. Þetta er fengið
úr Grimmsorðabók (undir Graubart), en heimild orðabókarinnar er
Kerl, Handbuch d. tonwarenindustrie (31907) 11. í ofan greindri til-
vitnun kemur einnig fram, að framan greindir bíúsar voru nefndir Bart-
manner, en Grimm tilgreinir ekki þá merkingu undir Bartmann. Hins
vegar styðst það einnig við Encyclopædia Britannica, eins og síðar
verður sýnt.