Gripla - 01.01.1979, Blaðsíða 113
FIMM HUNDRUÐ ÁRA DÓMUR
109
frá 15. öld; þar hefði væntanlega staðið Ok, e. t. v. bundið með eí-bandi
og því verið mislesið sem band fyrir etc(etera). (Rétt er að nefna, að
etc er oft notað — á seinni hluta 16. aldar og síðar — sem eins konar
greinarmerki við greinaskil, þannig að etc er hér ekki vísbending um
að texti hafi verið felldur niður í uppskrift.) — Varðandi lesbrigðið 21
fyrr x] fyrir skal það tekið fram að á tveim öðrum stöðum (aftar í 1. 21
og í 1. 28 [23]) hefur Þ eitt sama lesbrigði, og kynnu þessi frávik að eiga
rætur til þess að rekja, að orðin fyrr og fyrir hefðu verið bundin á sama
hátt í forriti.
Við höfum borið útgáfu textanna A og B saman við þau handrit sem
prentað er eftir, og hefur sá samanburður leitt í ljós æðimikla óná-
kvæmni í stafsetningu útgáfunnar, en ekki aðrar villur nema á einum
stað í A: II. 20 [16] á að standa þeim í stað þessum, og aftar í línunni
[17] hefur útgefandi bætt við (að) að óþörfu. — í B stendur ekki á
(Skarði) í 1. 6, heldur ad eins og í A.
II
Við höfum kynnt okkur álit það á bréfinu DI VI nr. 78, sem kemur
fram í Dómi aukadómþings Rangárvallasýslu 15. júní 1953 og prentað
er í Hæstaréttardómum 1955, bls. 119, 10. 1. a. n. til bls. 120, 13. 1.
a. n., og tökum við undir það álit í hvívetna.
II A
Frá tímabilinu 1451-1500 eru aðeins varðveittir í frumriti tveir dómar
sem gengið hafa í Rangárvallasýslu, DI V nr. 402 og DI VI nr. 372.
Fyrrnefndi dómurinn, sem nefndur er í Hæstaréttardómum 1955, bls.
120 (þar sem nr. 402 er misprentað nr. 40), gekk einnig í Skarði á Landi
(1465), og þar eru dómsmenn að nokkru leyti þeir sömu og í DI VI nr.
78. Það er því sérstaklega forvitnilegt að bera saman form þessara
tveggja dóma og orðalag að svo miklu leyti sem þeir eru sambærilegir
efnis vegna. (Tilvitnanir eru hér teknar upp með nútímastafsetningu.):
1) Bréfsupphafið í DI VI nr. 78A er þannig: Það gerum vér . . .
góðum mönnum kunnugt með þessu voru opnu bréfi . . . Bréfsupphaf
af þessu tagi er mjög algengt á 15. öld, en hvergi nærri einrátt, og sams
konar upphaf er á DI V nr. 402 með tveim frávikum í orðalagi, kunn-
ugt ] viturlegt og opnu bréfi ] bréfi. Hvorugt þessara frávika gerir DI