Gripla - 01.01.1979, Blaðsíða 236
232
GRIPLA
Þetta hugði Erik Moltke að ætti að rita með samræmdri stafsetningu
sem hér segir: á sæ, sæ, sæ, es ása sát; Bibrau heitir mær sú, es sitr á
Blán[um\. Hér skal þessi túlkun ekki rædd nánar, enda mun hún
gleymd innan stundar, en fróðleiksfúsum skal sem fyrr vísað til greinar
Helga Guðmundssonar, og er ekki í kot vísað. Helgi sá fyrstur manna
af lærdómi sínum og hugviti, að síðasta orð í ristunni er ekki Blánum,
heldur bláni, sem er þágufall af orðinu bláinn og Helgi telur sennilegt
að merki himin.
Og hér verður enn og aftur að vísa til greinar Helga. Á bls. 189
hefur hann sett í töflu á hvern hátt megi lesa úr fyrri hluta ristunnar.
Ég legg til að valið sé úr þeim kostum sem þar eru taldir og lesið á
þessa leið: Á sæ sá sá es á sæ sáat. Hér er 2. og 7. orð sæ þf. af no.
sær; 3. orð sá og fyrri hluti 8. orðs sá (at) er 3. p. et. þt. af sögninni
sjá; 4. orð sá er nf. et. kk. af ábendingarfornafninu sá; 5. orð er að
sjálfsögðu tilvísunarfornafnið es sem nú er borið fram er, eins og 3.
p. et. nt. fh. af sögninni vesa sem nú heitir vera, nema í textum sem
karlakórar syngja; 1. og 6. orð eru forsetningin á, og síðari hluti 8. orðs
er neitunarviðskeytið -at. Merkingu þessa hluta ristunnar mætti orða á
vorum dögum: Á sjó horfði sá sem ekki horði á sjó.4 Þetta er vitanlega
gáta, en ráðning hennar er falin af mikilli íþrótt í annarri gátu í síðari
hluta ristunnar, sem ég legg til að sé lesinn: Bifbrp heitir mær sú es sitr
á bláni. Um orðið Bifbrp vísa ég enn sem fyrr til greinar Helga Guð-
mundssonar, bls. 191; merking þess er augljós: Eiríkur rauði hefur haft
þetta orð um fyrirbæri það sem á íslandi er nefnt tíbrá, en í Færeyjum
lognbrá. Og sýnist nú þarflausa að lesa lengri þulu um spýtuprik þetta
á Grænlandi; merking rúnaristu þeirrar sem hér hefur verið rædd ætti
hér eftir að liggja Ijós fyrir. En einnig er nú komið í Ijós eftir hartnær
þúsund ár, hverja dægradvöl Eiríkur hinn rauði hefur kosið sér eftir
að hann kom til Grænlands, þar sem hann gat ekki lengur veitt sér
þann munað að vega menn: hann hefur skemmt sér við að búa til gátur.
Gátu þá sem hér var vikið að hefur hann vafalaust lagt fyrir Herjólf frá
Drepstokki, föður Bjarna þess sem fyrstur sá Vínland. Herjólfur var
kominn frá þeim hluta íslands þar sem tíbrá er alþekkt náttúrufyrirbæri;
þess vegna varð Eiríkur rauði að búa til nýtt orð og gera gátuna enn
4 Þess skal getið hér, að Stefán Karlsson hefur komist að nákvæmlega sömu
niðurstöðum og ég um það hversu beri að lesa fyrri hluta rúnaristunnar, og hafði
hvorugur okkar hugboð um athuganir hins.