Gripla - 01.01.1979, Blaðsíða 39
BR.ÚSI
35
frá 18. öld. Alls óvíst er, hve skeggbrúsi er gamalt í málinu. Það getur
verið mjög gamalt og er í samræmi við hinar margvíslegu merkingar,
sem orðið brúsi hefir haft í íslenzku og rætt er um fyrr í þessari ritgerð.
Hér er áreiðanlega um alíslenzkt orð að ræða. Orðið hefir fyrst verið
notað um myndina á ílátinu, en síðan um ílátið í heild.
3. Skeggkarl. Þetta orð á sér erlendar fyrirmyndir. Úr þýzku er
kunnugt orðið Bartmann og úr dönsku orðið skœggemand, eins og áður
er rakið. Gera verður ráð fyrir, að skeggkarl sé tökuþýðing úr öðru-
hvoru þessara mála. Óvíst er, hvort brúsarnir bárust hingað fyrst frá
Danmörku eða Þýzkalandi, og því verður ekki fullyrt, hvort danska
eða þýzka liggja hér til grundvallar.
4. Skeggi. Um skeggi í merkingunni ‘brúsi’ eru nokkru eldri heim-
ildir en skeggkarl. Bæði orðin eru þó kunn frá 17. öld. Ekki verður því
neitað, að mannsnafnið Skeggi kunni í fyrstu að hafa verið notað um
myndina á brúsanum og síðan allan brúsann. Sennilegra virðist mér þó,
að skeggi sé hér stytting (gæluorð) úr skeggkarl, eins og JÓ hélt fram
og áður er rakið. Væri það alveg í samræmi við styttinguna gosi úr
goskarl, sbr. HH í Min., bls. 220-227.
5. Brúsi. í skyldum málum kemur ekki fyrir samsvarandi orð sömu
eða svipaðrar merkingar. Þess ber þó að geta, að í dönsku kemur fyrir,
samkvæmt ODS, bruse í merkingunni ‘indretning (fx, paa en vand-
kande), hvorved vand bringes til at falde spredt i fine straaler.’ Hér er
um að ræða ungt tökuorð úr Iþ. bruse, sbr. þ. Brause. Heimildir gefa
ekki tilefni til að ætla, að stútur hafi gengið út úr belg brúsans (eins og
t- d. á kaffikönnum og garðkönnum) né heldur, að opið, sem um er
getið efst á brúsanum, hafi verið eins konar úðari. Það virðist þannig
sangast á við sögulega vitneskju, að brúsi sé runnið frá d. bruse.
Aðaleinkenni brúsans var mynd hins skeggjaða manns, enda eiga
þau orð, sem rakin hafa verið hér að framan (ensk, þýzk, dönsk og
íslenzk) rætur að rekja til þessa einkennis.
Aður en lengra er haldið, er rétt að draga orðið Brúsaskeggur inn í
umræðuna. Sagan og þulan um Brúsaskegg er fyrst prentuð, að því er
ég bezt veit, í ÓDavÞul. 285-288. Á bls. 285-286 er þulan prentuð
eftir sögn Árna prófasts Jónssonar á Skútustöðum (1849-1916). Þar
kemur einnig fyrir afbrigðið Brúsanskeggur, sem virðist vera alþýðu-
skýring, úr *Brúsandskeggur, þ. e. maður með brúsandi skegg. Ekki
verður séð, hvort Ólafur Davíðsson eða Jón Árnason hefir skráð söguna