Gripla - 01.01.1979, Blaðsíða 80
76
GRIPLA
5. mynd. Maríumynd í Brevia-
rium Nidrosiense, prentuðu í
París 1519. Ur Breviarium
Nidrosiense (Oslo, 1964). —
The Virgin and Child
enthroned between two angels.
Illustration in Breviarium
Nidrosiense, printed in Paris
1519.
Ögmundur biskup Pálsson 25 eintök með sér til íslands er hann hvarf heim 1522,
sbr. Baltzer M. B0rsum, ‘Bibliographical Survey’, Appendix to Breviarium Nidro-
siense (Oslo, 1964), bls. 200, en tilvitnun hans þar er þannig: ‘Kolsrud: N. Boktr.
kal. 1919, p. 134-135.’ Um landtöku Ögmundar og manna hans er þeir komu úr
áðurnefndri för er getið í skýrslu sagðri úr bréfabók biskups: ‘komu so med gudz
miskunn . . . i Selárdal j Vestfjordum á Jslande med bijholldnu skipe og ollu þui
þeim til heyrde. lofudu þa aller gud og hans Modur junfru Mariam’ (D1 IX, bls.
98-99). I annarri heimild greinir frá að Ögmundur hafi komið ‘út vestra, nærri Bæ
á Rauðasandi’ og hafi dvalist á Bæ í viku með mönnum sínum áður en hann reið
suður í Skálholt (‘Biskupa-annálar Jóns Egilssonar,’ Safn til sögu Islands, I (Kh.,
1856), bls. 63-64). — Eftir Niðarósbænabókinni er sagt að sniðin hafi verið eða
prentuð, að undirlagi Jóns biskups Arasonar, bænabók á Hólum, Breviarium
Holense, 1534 (eða 1535-1537), fyrsta bók sem prentuð var á Islandi, sbr. Páll
Eggert Ólason, Menn og menntir, I (Rvk, 1919), bls. 394-405. Átti Hólastóll 1550
‘.xvij. pappirs brefere prentud hier j landit’ skv. Sigurðarregistri (Dl XI, bls. 852),
í upptalningu þeirra peninga og ornamenta sem Jón biskup lagði til dómkirkj-
unnar. Síðasta eintak Breviarium Holense sem vitað er um, var í eigu Árna Magn-
ússonar, en glataðist í brunanum mikla í Kaupmannahöfn 1728, sbr. ibid., bls. 404.
2 Nákvæm tilvitnun í grein dr. Jakobs er því miður ekki tiltæk. — Magnús Már
Lárusson minnist á þennan skyldleika myndanna í ‘Helgener. Island,’ Kulturhisto-
risk leksikon for nordisk middelalder, VI (Rvk, 1961), d. 335.