Gripla - 01.01.1979, Blaðsíða 50
46
GRIPLA
hann sneri aftur varð honum það til ógagns að rifjaðar voru upp minn-
ingar um æsku hans. Gísli kvæntist, vanrækti heimilið og bjó við vesöld
fram á efri ár. Þá var höfðingsmaður Þorkell Guðmundsson að nafni
píndur af árásum djöfulsins, að því er menn töldu, og var Gísli kvaddur
til. Hann gerði þá kvæði, sem hann kallaði Fjandafælu, guðrækilegt að
yfirskini, en ekki þykir höfundi ótrúlegt að það hafi verið fullt af
særingum, sem Gísli hafi sleppt þegar hann gerði það kunnugt. Nokkuð
dró úr þrautum sjúklingsins, og fékk Gísli fé mikið að launum. Hann
tók þá að lækna aðra þess háttar sjúklinga og gerðist svo djarfur að
hann hrósaði sér nær opinberlega af því að hann gæti hrakið burt
ofbeldi djöflanna með guðs hjálp og undir yfirskini heilagleika, og var
þó ekki grunlaust um að þessir sömu djöflar hefðu verið særðir fram
með íþróttum hans sjálfs til þess að plága auðmenn. Á skömmum tíma
rakaði hann saman ótrúlega miklum auðæfum, en dó að lokum fullur
áhuga á þessari iðju árið 1671, eftir því sem staðið hefur í riti Páls, og
bar dauða hans bráðan að. Eignirnar lét hann eftir fimm börnum sínum,
og gengu þær fljótlega til þurrðar fyrir margs konar slysaleg óhöpp.
Segir Páll að barnabörn hans og tvö börn, sem enn voru á lífi, séu
komin í aumustu fátækt. Síðan víkur Páll nokkrum orðum að skáldskap
Gísla, sem hann telur ekki með öllu ólipran, og endar þar ágrip Hálf-
danar af greininni. í þýðingu séra Þorsteins er tilfært upphafserindi
Fjandafælu, og þar er nefnd ástæða til þess að meira er um ævi Gísla
en annarra, sem er vegna hans fjölkynngi, ‘sem nú er haldin hégómamál
á þessum dögum’, auk þess sem eftirtektarverð sé örbirgð hans, að-
drættir og afgangur.14
Upphafserindi Fjandafælu er prentað í riti Jóns Þorkelssonar, Om
digtningen pá Island, Kh. 1888, bls. 109, tekið eftir Recensusþýðingu
séra Þorsteins, og lætur Jón þess getið að honum sé aðeins kunnugt um
þetta eina erindi úr kvæðinu.
Jón Ólafsson frá Grunnavík (1705-79) ólst upp í Víðidalstungu á
heimili Páls Vídalíns. í bókmenntasögu hans, Add. 3 fol. bls. 49-50 í
danska hlutanum og 122-3, eru greinar um Gísla í Melrakkadal, og
hefur Jón haft af honum sagnir svipaðar þeim sem eru í riti Páls. Segir
Jón að Gísli hafi verið kallaður hinn lærði, og jafnar hann honum við
Jón lærða Guðmundsson í galdraspekinni. Jón nafngreinir föður Gísla,
14 JS 569 4to (ágrip Hálfdanar Einarssonar af riti Páls), MS Bor. 66 (þýðing
séra Þorsteins Péturssonar á Staðarbakka).