Eimreiðin


Eimreiðin - 01.03.1922, Síða 18

Eimreiðin - 01.03.1922, Síða 18
82 PRÓFIÐ EIMRElÐIfí þeir Linnæus og Spotton hefðu gjört, hefðu þeir ræktað þann garð. — Það var eins og hann gæti um ekkert annað talað en blóm og jurtir, eins og hann væri grasafræðin sjálf holdi íklædd og þekti ekkert annað. Eg gekk oft yfir í garðinn til hans, þegar hann var þar á kvöldin á meðal blómanna sinna. Hann tók mér ávalt vel, og fór undir eins að sýna mér einhverja jurt, sem hann dáðist að og tók að útlista, og varð þá æfinlega mjög margorður. Einu sinni spurði eg hann, að hverju hann starfaði. Hann kvaðst vinna hitt og annað fyrir félag nokkurt þar í borginni. Nefndi hann félagið, en eg kannaðist ekki við það. Eg fann að hann vildi eyða því tali, svo eg spurði hann ekki meira um það. Eg segi, að mér hafi lengi verið það óljóst, í hváða stöðu hann var. En samt var eg búinn að komast að því, áður en eg fluttist frá Kitchener-stræti. Og skal eg nú í fám orðum segja frá því, hvernig eg komst á snoðir um það. Þannig stóð á, að frændi minn, Sigurður að nafni Sigurðs- son, kom vestur til Vancouver frá Winnipeg síðla sumarsr árið 1912. Hann var rúmlega tvítugur að aldri og einn síns liðs. Hann var ekki mikill fyrir manni að sjá, var hæglátur og óframfærinn, en greindur vel og fremur vel að sér í enskri túngu, og hafði þó lítið í skóla verið. Hann hafði lengi verið veikur, en var nú á góðum batavegi, og kom vestur á Kyrra- hafsströnd í þeirri von, að hann yrði þar fljótara albata en austur í Rauðárdalnum. Hann settist að í húsi mínu, og leið ekki á löngu áður en hann varð svo frískur, að hann fann að hann mundi geta unnið hæga vinnu. En það var enginn hægðarleikur, að fá vinnu við hans hæfi. Eg leitaði víða fyrir mér, og fékk ýmsa í lið með mér, en það kom fyrir ekki- Eg gat hvergi fengið neitt handa Sigurði að starfa nema það, sem honum hefði orðið um megn. Svo var það eitt kvöld, að eg og Sigurður gengum yfir > blómgarð hr. Hunters, og tók hann móti okkur með mikilli alúð. Eg sagði honum frá ástæðum Sigurðar og spurði hann, hvort hann gæti ekki vísað mér á stað, þar sem fá maetti ■vinnu handa piltinum. Hr. Hunter kvaðst ekki vita af neinum

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.