Eimreiðin


Eimreiðin - 01.03.1922, Page 32

Eimreiðin - 01.03.1922, Page 32
96 PÁFASKIFTIN EIMREIÐIN arförin að hefjast eftir skamma stund. — Orfáir voru við staddir, og var það að ósk hins látna páfa. Klukkan 3 hófst athöfnin með því, að klerkar Péturskirkj- unnar, með erkiprestinn, kardínála Merry del Val, í broddi fylkingar, gengu í skrúðgöngu að kapellu hins blessaða sakra- mentis. Líkinu var lyft og það borið fyrir skrúðgöngunni, fram hjá standmynd heilags Péturs upp að altari, þar sem kardí- nál-kamerlengo Gasparri stóð, haldandi á lyklunum, tákm kirkjuvaldsins. Með mikilli viðhöfn var líkið svo sett í þrjár kistur, hverja utan yfir annarri. Með páfanum var lögð bókrolla, sem á var letruð æfisaga páfans, og tvær silki-pyngjur, með sýnishornum af myntum þeim, er slegnar höfðu verið í páfatíð Benedikts XV. Síðan var kistan vafin rauðum silkiböndum, sem feS* voru með 9 innsiglum. Rofið hafði verið gat á gólfið fyrir framan altarið og geSn' um það var kistan látin síga í 4 silki-reipum niður í graf' kapellu heilags Péturs, en þar hafði páfinn kosið sér leS- Merry del Val gekk því næst niður og veitti hinstu aflausnina, og að því loknu var stór marmarasteinn látinn loka jarðneskar leifar Benedikts XV. frá ljósi dagsins. Á hann er letrað me^ einföldum upphafsstöfum: CORPVS BENEDICTI PAPÆ XV- (líkami Benedikts páfa XV.). Júlíanski söngflokkurinn söng miserere meðan athöfnin stóð- Páf akosning. Á 10. degi eftir andlát páfans mega kardínálarnir koma saman í hinni heimsfrægu sixtínsku kapellu til nýrrar páfa' kosningar, eða in conclave, eins og það er kallað á máf1 kirkjunnar, latínunni. Fimmtíu og níu klefar hafa verið útbúnir handa kardína unum. Yfir hverjum klefa er tjaldhiminn, baldakin, fjólublan- yfir klefum þeirra, sem kjörnir voru af Benedikt páfa c' ’ en grænir yfir þeirra, sem kjörnir voru af fyrri páfum. kosningu lokinni eru tjaldhimnarnir teknir niður, allir nema sá, sem er yfir klefa þess, er fyrir kosningu verður.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.