Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1858, Blaðsíða 524
510
UM MAN.NAHE1TI a' ÍSLANDI.
Guðfinna, Guðlaug^ Guðný, Guðríður, Guðrún, Halldóra, Hallfríður,
Helga, Herdís, Hildur, Hólmfríður, íngibjörg, íngunn, íngveldur,
Jóhanna, Jórunn, Karítas, Katrín, Kristbjörg, Kristín, Málfriður,
Margrét, María, Oddný, Ólöf, Ragnheiður, Ragnhildur, Rannveig,
Rósa, Sesselja, Sigríður, Sigurbjörg, Sigurlaug, Solveig, Steinun,
Valgerður, Vigdís, Vilborg, þóra, þorbjörg, þórdís, þorgerður,
þórunn, þuríður).
Mörg eru þau atriði fleiri, sem í þessu efni gætu komið til
yfirvegunar og samanburðar, og mundi það þykja bæði fróðlegt
og skemtilegl ef vel væri af hendi leyst.
þannig var það upphaflega áform vort, einnig að skipta
mannaheilum á íslandi eptir uppruna þeirra, það er að skilja,
eptir því hvort menn gælu talið þau hafa uppruna sinn frá Norð-
urlöndum, Grikklandi, Gyðíngalandi o. s. frv., en bæði er það,
að skipti þessi eru torveldari en þau kunna að sýnast í fyrsta
áliti, og líka hitt, að með því hefði ritgjörð þessi orðið stærri en
hér er rúm fyrir að sinni.
Sömuleiðis gæti menn liugsað sér lieit manna flokkuð á þann
veg, að sýnt væri liversu skrípaleg og athlægileg, ef svo mætli
að orði komast, einstök þeirra eru, og aptur á hinn bóginn hve
fögur og tignarleg og samboðin anda málsins og þjóðerni lands-
manna flest þeirra eru; eða á liinn bóginn að telja þau forn nöfn
og þjóðleg, sem nú eru af lögð, og jafna þeim saman við yms
nöfn gyðíuga og grikkja, og allskonar þjóða og óþjóða, sem eru
komin upp í staðinn. En ekki er þetta síður vandkvæðum bundið,
því hér ræður fegurðartilfínníng hvers einstaks manns mestu, og má
um það með sanni segja, að ,,sínum augum lítur hver á silfrið.“
þessu og mörgu fleira höfum vér því af áður tilgreindum
ástæðum sleppt, en látum oss nægja að liafa skýrt frá nöfnunum
í stafrofsröð, og þykjumst vér með því móti og með þessum bend-
íngum hafa eins og rudt veginn fyrir þá, og fengið þeim skil-
ríki nóg og greinileg í hendur, sem síðar kynnu að vilja lialda
lengra áfram, og betur eru til þess fallnir.