Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1858, Blaðsíða 112
100 U3I STÆUÐ ÍBLANDS.
kring um allt land fyrir og eptir seinustu aldamót, og nákvæmri
ákvöröun á hnattstöðu tveggja staða á íslandi, Reykjavíkur og
Akureyrar; allt annað á uppdrættinum er gjört eplir mælingum
yfírkennara Bjarnar Gunnlaugssonar. Stranclamælingar þessar hafa
verið vandaðar mjög, og er þvi óhætt að fullyrða, að þessi upp-
dráttur íslands er lang-áreiðanlegastur af öllum þeim, er hingað
til hafa verið gjörðir.
Áður en vjer gjörum grein fyrir aðferð þeirri, er höfð var
við mælinguna, viljum vjer fara nokkrum orðum um það, hvernig
farið er að draga upp Jond, og koma þeim svo fyrir á flötu brjefi,
að logun þeirra og vegalengdir milli staðanna sín á milli breytist
sem minnst. Ef uppdfátturinn á að ná að eins yfir lítið svið af
jörðunni, svo sem fáeinar gráður, frá suðri til noröurs, þá er lang-
nákvæmast, að draga landið upp á "keiluílatningi", og þannig er
líka ísland dregiö upp. Reglurnar við þess konar uppdrætti eru
lika einfaldar, og nokkurn veginn skiljanlegar fyrir alla; en eigi
að Jýsa þeim, ér þó ekki hægt að komast lijá, að nefna nokkrar
stærðir, er eiga heima í þríhyrningafræðinni (TrigonoméíriJ.
Yfirboröi nokkurra líkama er svo háttað, að það má rekja það
sundur, og leggja niður á sljettan flot; keilan, eða strýtan, er vjer
heldur viJjum kalla hana, er einn þessara líkama, hún stendur, eins
og alkunnugt er, á kringlóttum, sljettum botni, og símjókkar upp
eptir. Jarðarfloturinn er nú ekki svo á sig kominn, aö hann verði
beinlínis rakinh sundur, og breiddur út á sljettu borði; en með
því að rekja sundur strytu, sem hvolft er yfir heimskautið, og
snerlir jorðina umhverfis á einhverjum jafnfarabaugi, þá má gjöra
þar á fullnákvæman uppdrátt af landinu beggja megin við. Til
að gjöra þetta skiljanlegra, viljum vj'er skýra það með mynd: Vjer
skulum þá ímynda oss, að rnyndin ASQNA sje jarðarhnötturinn,
og hringurinn sje hádegisbaugur á jörðunni, AQ er miöbaugur,
og NS mondull jarðar, hringurinn BEDB er sá jafnfarabaugur, er
liggur yfir miðju landsins, sem á að draga upp, og liggur miðdep-
ill hans 0 í möndli jarðar; Jínurnar OB, OE og OD eru hver
fyrir sig geisii Jians; miðbaugsfjærð þessa jafnfarabaugs, sem er
að gráðutali jöfri horninu DCQ, viljnm vjer kalla b; kaflinn BE