Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1858, Blaðsíða 73
18«. BÚNAÐAR ÁSTAKD Á ÍSLAKDI. 61
Aplur á hinn bóginn eykst fjártalan mikið, og mnndi þó
kveða meir að þessu ef yrði koniið í veg fyrir hina almennu
fjársýki, sem á hverju ári drepur fé niður, stundum meir en stundum
minna, og gjörir landsbúum mikið Ijón. í hörðum vetrum fellur
og féð hrönnum, því hætt er mönnum opt við að vera ekki nógu
vel byrgir að heyjum eplir fjárfjölda. * Að féð eykst, má sjá af
því að fjárlalan var:
árið 1703.......2789922
— 1770.......378677 3
— 1783.......232731
— 1804.......218818
I— 1823 ........ 402508
— 1833.......568607
— 1843 ....... 606536
— 1849.......619092, og
— 1853.......516853.
Að svo lítur út, sem féð hafl fækkað á íslandi síðan árið 1849,
kemur af því, að áiið 1853 eru lömb ekki talin með; en sé tala
þeirra, sem á 6 ára bilinu 1840—1845 var að meðaltali 182,959,
bætt við, þá hefði tala alls fjár áíslandi árið 1853 verið hérumbil
699,812. Síðan árið 1849 hetir því feð aukizt um 13 fyrir hvert
hundrað, en á 50 ára bilinu síðan 1804 um219 fyrir hvert hundrað.
Til þess að sýna hvernig fjártalan hafi aukizt á íslandi í hverri
sýslu og hverju umdæmi á 50 ára bilinu frá 1804, skal hér prenta
töflu þessa:
J) Mestur fjárfcllir, setn menn vita af, varð uin veturinn 1783—1784, þvl þá
téliu 190,488 fjár af 232,731 eða 81 af hverju hundtaði, og kvað mest að
þessu í Austfirðínga fjúrðúngi (Skaptafells og Múla-sýslum), þ\í þar féllu
29,072 fjár af 30682, eða 94 af hverju hundraði. Én það var ekki fcð
eingaungu sem féll, því á þessum sama vctri féll einnig naulpeníngur og
hross; þá dóu 11,461 naulkinda af 21,457, eða rúmur helmíngur, mest í
Skagafjarðar-sýslu, það er að skilja 1127 af 1267, eða 89 af hverju hundraði;
af hrossum féllu 28,013 af 36,408, eða 76 af hverju hundraði; og varð mest
af því í Mj'ra sýslu, því þar féllu 1435 ar 1632, eða 88 af hverju hundraði.
(Smbr. áður nefnt rit "Philosophische Schilderung", bls. 392, löflu III, og
Magnús Stephensen "Island i det attende Aarhundrede", bls. 61 og 62).
s) Fjártalan er hér tekin eptir "Philosophische Schilderung", en ekki ber því
saman við það sem Stephensen og Thorsieinson se^ja, því þeir telja að árið
1703 hafi verið 279,812 fjái á íslamli, en árið 1770 telja þeir ekki nema
112,809, en segja þarámót, að árið 1760 hafi fjárlalan verið 491,934; cn
eilthvað er geggjað í þessu. Ólafur stiptamtmaður telur 1760 eins: 491,934
sauðfjár, en 1770: 112,054.