Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1858, Side 588
574
VERZLAN A ÍSLANDI.
1855.
flutlar hafa verið til hverrar sýslu, hvers umdæmis og alls íslands
á þessu ári, en aðrar, sem segja frá vörum þeim, sem hafa verið
flullar frá hverri sýslu, hverju umdæmi og öllu íslandi. þó eru
þær auknar að því leyti, að við sérhverja vörutegund er í dálkum
sér skýrt frá, hversu mikið hafi verið flutt til landsins eða frá landinu:
fyrst frá Danmörku eða til Danmerkur, svo frá öðrum löndum eða til
annara landa, og loks þelta hvorttveggja talið saman. Til saman-
burðar er neðanvið í síðasta dálkinum við sérhverja vörutegund sett
uppliæð þess, sem flutt hefir verið til íslands eða frá íslandi árið 1849.
Að svo mæltu þykir ekki illa tilfallið að gjöra fáeinar alhuga-
semdir við hin lielztu alriði í töflum þessum.
Vér viljum þá fyrst athuga töflurnar yfir aðflultar vörur, og
sýnir það sig þá, að af kornvSrum (rúgur, bygg, bánkabygg,
baunir, bókhveitigrjón og rúgmjöl) þeim, sem fluttust til íslands
þetta ár, sem samtals voru 40,688 tunnur, fluttust 14,260 tunnur
til suður-umdæmisins, 8526 til vestur- og 17,902 lunnur til norður-
og austur-umdæmanna; er eptir þessu hlutfallið milli umdæmanna
líkt og áður liefir verið, nefnilega aö miklu meira er flult af
kornvörum til norður- og austur-umdæmanna en til livors hinna.
Af vinfaungum (vín, brennivín, romin og púnsextrakt) flutt-
ust þetta ár til alls íslands 447,699 pottar, og þar af 177,564
pottar til suður-umdæmisins, 105,332 til veslur-uindæmisins og
164,803 pottar til norður- og austur-umdæmanna; sýnir þetta, að
aðflutníngurinn af þessu er mestur til suður-umdæmisins, en þó
er ekki eins mikill munur milli umdæmanna og verið hefir, því
árið 1849 t. a. m. fluttist eins mikið til suður-umdæmisins eins
og til hinna umdæmanna að samtöldu.
Kaffebaunir fluttust alls 426,980 pund, og af' þeim láng-
mest til suður-umdæmisins, eða 182,824 pund, en ekki nema 114,189
pund til vestur-umdæmisius og 129,967 til norður- og austur-um-
dæmanna.
Af allskonar sykri flultust til íslands á þessu ári 457,231
pund; þaraf mest til norður- og auslur-umdæinanna, eða 179,923