Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1858, Blaðsíða 402
388 UH MANMMiil.lU Á ÍSI.A.Mll.
vér það við mannfjöldann, sem var árið fyrir, en drögum frá, ef
fleiri eru dánir en fæddir. En nú þarf að vita manntal í landinu
hið fyrsta ár, því það verður ekki fundið eptir skýrslum um fædda
og dána, heldur það eitt, hversu mörgum fjölgar eða fækkar ár
hvert. Nú er ekkert fólkstal tekið 1735, og ekki það sem full-
áreiðanlegt sé fyrr en 15. ágúst 1769, og þá voru landsmenn 46,201.
þetta manntal verðum vér að taka til að finna mannfjöldann eptir
um undanfarin ár; en með því fæddraskýrslurnar ná frá nýári til
nýárs, og geta ekki um, hversu margir fæðzt hafi og dáið hvern
mánuð, þá verðum vér að ætlast á, hversu margir hafi fæðzt og
dáið bæði fyrir og eptir 15. ágúst. þetta verður hægast fundið
með því, að gjöra sem jafnmargir hafi fæðzt og dáið hvern máiiuð
á árinu, þó það sé 'ekki fullkomlega rétt. Árið 1769 fæddust níi
1680, eu 1107 dóu, hafa þá fæðzt fyrir 15. ágúst 1050, en 630
eptir, en 692 dáið fyrir 15. ágíist og 415 eptir; eru þá 215
fleiri fæddir en dánir, og hefir þá mannfjöldinn átt að vera46,416
um árslokin 1769. Nú má finna eptir þessu mannfjöldann hvert
ár að undanförnu, með því að telja bæði hversu margir fæðzt
hafi og dáið frá 1735 og til ársloka 1769; sé nú fleiri dánir en
fæddir á þessum tíma, þá heíir landsmönnum fækkað, en sé fleiri
fæddir, þá fjölgað. Nú hafa fæðzt frá 1. jan. 1735 til 31. des.
1769 alls 52,777, en dáið 49,738, og eru þá 3039 fæddir fleiri
en dánir, eða landsinönnum fjölgað um 3039 allan þenna tíma.
Eptir þessu hafa þá landsmenn verið 1. jan. 1735 alls 46,416 ^-
3039, eða 43,377. Aðferð þessi væri nú fullkomlega áreiðanleg,
ef skýrslurnar um fædda og dána væri áreiðanlegar, og þeirra
mannaværi getið, er fluttusl til landsins og út úr því. Um mauntals-
skýrslurnar er það að segja, að þær munu vera mjög áreiðan-
legar fyrir Skálholtsstipti, því Hannes biskup hefir samið þær, en
hann hefir verið fróðastur maður á íslandi um alltmanntal. Skýrsl-
urnar fyrir Hólastipli munu eigi vera eins óvggjandi, og er það
til marks um það, að þau 3 ár, sem skýrslur Stefáns og Hamme-
lefls ná báðar yfir, þá ber þeiiu eigi saman (sjá Lærdómslisla Fél.
XII. og XIV.). Skyrslur Hammelefls, sem teknar eru eptir skýrslum
frá íslandi (sjá326.bls.að framan), munu veraeinna óáreiðanlegastar,