Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1946, Page 17

Eimreiðin - 01.04.1946, Page 17
EIMREIÐIN April—júní 1946 LIL ár, 2. hefti 29. apríl 1946. ÁTÖKIN UM ÍSLAND. Hinn 27. ágúst 1945 var í þessum greinaflokki rætt um landvarnamál Islands. Þar var því haldið fram, að landið niundi ekki geta staðið varnarlaust og einangrað, ef það ætti að halda sjálfstæði sínu. Frá landvörnum íslands yrði að ganga þannig, að sæmandi væri hinu nýstofnaða ís- lenzka lýðveldi, og undir engum kringumstæðum mætti semja um nokkrar landvarnir á íslandi nema með vilja, vitund og samþykki þjóðarinnar. Sex vikurn eftir að þetta var ritað gaus upp kvitturinn að Bandaríkjastjórn færi fram á leigu á herstöðvum hér á landi. Út af þessum kvitt og í sambandi við hann spannst hinn heiftúðugasti áróður, bæði frá einum stjórn- laálaflokki hér heima, með tvo menn í sjálfri ríkisstjórn- inni, og frá hagsmunaheildum á meginlandi Evrópu, eink- Um gegnum málpípur frá Danmörku og Svíþjóð. Allskonar Sróusögur komust á kreik um væntanlegar herstöðvar og langa hersetu Bandaríkjanna hér á landi. Hin viðkvæm- Ustu utanríkismál voru gerð að æsingarefni. Og eins og °ft vill verða í opinberum umræðum vor Islendinga, urðu ^figzlin og stóryrðin rökunum rétthærri, og árangurinn svo cftir því. Þetta er veikleiki, sem batnar eftir því, sem stjórnmálaþroskinn vex. En ríkisstjórn íslands þagði um ^ið sanna í málinu, hafði öll og óskipt samþykkt að þegja, samkvæmt yfirlýsingu tveggja meðlima hennar. Á hinn ^óginn var reynt að kæfa með hávaða raddir þeirra manna, Sem höfðu gert sér ljóst, að íslenzka ríkið þurfi að koma iandvörnum sínum fyrir að hætti siðaðra og sjálfstæðra 6

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.