Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1946, Page 20

Eimreiðin - 01.04.1946, Page 20
84 VIÐ ÞJÓÐVEGINN EIMREIÐIN komst hann meðal annars svo að orði, að það hefði verið af tveim ástæðum, að Bretar komu hingað 10. maí 1940: I fyrsta lagi af því, að annars hefðu óvinirnir orðið á und- an hingað og í öðru lagi af því, að Bretar hefðu orðið að hafa þessa stöð hér til þess að halda opnum siglingaleiðum um Atlantshafið. Það var henni að þakka, að sigur vannst í styrjöldinni, sagði Edwards flugliðsforingi ennfremur. I einum mánuði aðeins, maí 1943, voru gerðar 39 árásir á kaf- báta frá þessari herstöð. í svarræðu sinni við þetta sama tækifæri lýsti forsætis- og utanríkisráðherra íslands yfir algerum bandalags- og samvinnuvilja íslenzku þjóðarinnar, með þessum orðum: „Sannleikurinn er sá, að í rauninni vorum við ekki her- tekin þjóð, heldur bandamenn“. Og um ráðstafanir brezka hersins hér sagði ráðherrann: „Við vissum, að þetta var nauðsyn í þágu baráttunnar fyrir þeim hugsjónum, sem íslendingar tigna og eiga líf sitt og þjóðfrelsi undir, að séu í heiðri hafðar í veröldinni.“ Það er undir því komið hvort þessi samvinnuvilji fæV að ráða áfram í sambúð íslendinga við engilsaxnesku þjóð- irnar, að hið nýstofnaða lýðveldi vort nær að dafna eða ekki. ENDURHEIMT ÍSLENZKRA EIGNA. Krafan um endurheimt íslenzkra skjala og annarra verð- mætra gripa íslenzkra úr garði Dana hefur verið fram flutt um langt skeið, en aðeins að sáralitlu leyti uppfy^* enn sem komið er. Má þó gera ráð fyrir, að ekki líði mbrg ár unz allir þessir íslenzku fjársjóðir verði komnir heilu og höldnu heim til íslands aftur. Þau illu örlög að eiga þessi verðmæti geymd í erlendri höfuðborg, af því að hun taldist um skeið einnig höfuðborg Islands, og í vörzlum erlendra konunga, af því að þeir töldust einnig konung' ar íslands, eru nú senn úr sögunni. Vér erum að einu ley^ sammála hinni dönsku frú, Lis Jacobsen, doktor, sem rit' -------- ----- --------------— --------7 -----7 # að hefur nýlega um þessi mál og gert af veikum mætti 1 raun til að réttlæta það, að Danir neiti afhendingu þeSS ra íslenzku eigna. Vér erum henni sammála í því, að eK ara

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.