Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1946, Side 26

Eimreiðin - 01.04.1946, Side 26
90 JAKOB THORARENSEN, SKÁLD EIMREIÐIN síimm háttum. Þetta hefur bæði komið fram í yrkisefnum og skoðunum, en einkum í kveðandi og málfari. Fyrstu kvæði Jakobs Thorarensen komu eins og liressandi gust- ur. Þau voru hispurslaus í máli, lirein og karlmannleg í kveðandi og rími, sjálfstæð og sérkennileg að yrkisefnum, einlæg og opin- ská í skoðunum. Þessi einkenni á kveðskap Jakobs Thorarensen liafa lialdizt síðan með ýmsuin tilbrigðum. Hann hefur gefið út sex kvæða- bækur með kringum 300 kvæðum og auk þess lausavísur og all- margar smásögur, í þremur söfnum. Flestum mun Jakob Tliorarensen vera minnisstæðastur fyrir kvæði lians. En ýmsar smásögur, -—- þær fyrstu þeirra birtust í Eimreiðinni, undir dulnefninu „Jón jöklari“, eru einnig mjög haglega gerðar, sumar meðal þeirra snjöllustu, sem liér liafa verið samdar seinni árin. Þær eru lipurt og látlaust sagðar, en oft í þeim þungi alvöru og ádeilu eða liæðni. Söguefnin eru ýms skemmtileg og sérkennileg. Kvæðin eru samt höfuðrit Jakobs Tliorarensen. Þau eru flest, og þau eru bezt. Það er venjulega ekki gott að flokka kvæði. En til glöggvunar mætti skipta meginkvæðum Jakobs Tliorarensen í þrjá eða fjóra flokka. Það eru kvæði, sem lýsa landi og náttúru. Sögukvæði. Yms kvæði, þar sem efnið er úr daglegu lífi eða þjóðlífi. Loks eru þau kvæði, sem lýsa sérstaklega skoðunum eða lífsviðliorfum, í ádeilu eða glensi. Þetta er reyndar yfirborðsskipting og nær ekki til allra kvæðanna. En það er samt skipting, sem rninnir á megin- þætti og setur þá nokkuð í samband við annan kveðskap. Skipt- ingin í þessa kvæðafokka getur einnig verið til nokkurs skilnings á þróun yrkisefnanna. 1 fyrstu kvæðabókinni, Snæljósum, eru flest kvæðin um landið og náttúruna og lífskjör og lifnaðarháttu fólksins. Þar er eiginlega ekki nema eitt sögukvæði, um Guðrúnu Ósvífursdóttur, en nokkur minningakvæði um einstaka menn. Sögukvæðin koma seinna, livert af öðru. Saga landsins, öndvegis- menn hennar og lietjur eða harmamenn, draga síðan að sér meiri og meiri atliygli skáldsins, þegar árin færast yfir. Þetta ein- kenni liefur komið víðar fram í bókmenntum samtímans og er að vísu gamalt. Sögueðlið er mjög ríkt í íslendingum. Sagan hefur verið þeim livorttveggja, ævintýri og liarður veruleiki. í

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.