Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1946, Page 31

Eimreiðin - 01.04.1946, Page 31
eimreiðin JAICOB THORARENSEN, SKÁLD 95 Þessir „útigangsjálkar“ dembdu svo á dýpstu mið og sátu þar allt að viku við vos og kulda og erfiði, með Andrarímur í andans nesti, en annars liarðfisk og blöndukút; en munaðaraukinn eini, bezti ögn af sykri í vasaklút. Það er iðulega karlmennskan í fari fólksins og harkan og kuldinn í landinu, sem verður Jakob Thorarensen að yrkisefni. Hann yrkir um Stigalilíð, „sem stekkur aldrei bros“, og um Tré- kyllislieiði, þar sem eru „úfnust hrjóstra-höf og hvergi strá á niargra rasta skeiði“ og um Svörtuloft, þar sem „björgin skjálfa °g básar gjósa brimstrókunum ár og síð“. Hann yrkir um skamm- degið og um fjöllin, þar sem „flykkjast él að tindum öllu megin“, °g um „dimma og dauðvona foldu“ öræfanna, sem eru svo „kynja- dul og fráhverf lífi og ljósi“. Hann hefur einnig ort falleg kvæði, Hdl af samúð og lilýju, um dýrin, sem húa við harðneskju og Jafnframt fegurð þessarar náttúru, um snjótitlinginn, hrafninn, 'alinn og tófuna. Hann yrkir um dýrin eins og um mennina, í baráttu þeirra og barningi, í þrautum þeirra á örlögstundum. Hinsvegar koma varla fyrir vísur um tamið og hversdagslegt dýralíf búskapar og skenuntunar, svo sem hestavísur. Þó bregður því fallega fyrir í Snæljósum, í sambandi við æskuminn- Higar hans og upptök ljóða lians, að „sæll yfir spökum sauðum s°ng ég með læk og fossi“. En þetta eru ljúfar bernskuminningar. Lífið hefur verið alvarlegra og harðhentara og fullt af norðanátt: Syngið ekki svona hátt, sólskinsvonir mínar. Naumast þessi norðanátt nokkurntíma dvínar. L'i jafnvel þessi norðanátt lífsins og landsins er ekki barivæn eda bugandi, því seinasta vísan í þessu létta og fagra kvæði er svona: Þótt mér auðnist eklci að sjá ævi-éljum linna, hrifinn get ég hlustað á lilátur vona minna. Þarna er komið að ásnum sem lífsskoðun og list Jakobs Tlior-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.