Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1946, Page 34

Eimreiðin - 01.04.1946, Page 34
98 JAKOB THORARENSEN, SKÁLD EIMREIÐIN leg og sérkennileg fyrir sjálfan hann. Venjulega fer það ekki milli mála í höfuðkvæðum hans, hvert liöfundarmarkið er. Þetta kemur ekki síður fram í málfari hans. Ýms orðmyndun lians og orðnotkun er einkennileg. Sumt eru blælítil eða óþjál orð, annarsstaðar glampar á kjarnyrði og glitrandi rím. Hann notar allmikið gömul og venjuleg skáldmálsorð, eins og lirund, drós, drótt, sunna, sjóli, lofðungur, liyrr, og sam- setningar eins og sjafnarfuni, sjafnarhót, sjafnarlog. Skáldmál hans er víða öllu meira í ætt við kenningar en tíðkanlegt er hjá öðrum samtímaskáldum, eftir að rímnabragir féllu að mestu niður. Þetta er samt ekki svo að skilja, að upp séu teknar fornar kenningar (þó að heitin séu alhnörg), heldur er líkinga- og myndamál allalgengt í orðmynduninni. I þá átt eru orð eins og: kaldlyndisklakinn, hefnihnefar hnúabera sann- leikans, úfin hrjósturliöf, að á á hjúskaparheiði (um silfurbriið- kaup). Sem dæmi sérkennilegra orða má nefna: úriggustur, stormasvall, stormastreyta, liugarvos, hughvíld, liúmfallið tár, hremmistormur, geislagjöful sunna, vaskmenni, kjarkskáld, stoltarglæst kona, sólglöð stund, að fagurlýsa vang o. fl. Innan um bregður svo fyrir liversdagsorðum mælts máls, gömlum og nýjum: klár, kunnst, plat, fírugur. Eins er stundum rímað eftir framburði mælts máls, t. d. urr : kjurr. Málfar og kveðandi síðari tíma skálda er því miður órannsakað enn að mestu leyti- Hlutur Jakobs Thorarensen er þar víða sérkennilegur og skeinmti- legur. Svo er um allan skáldmannslilut Jakobs Tliorarensen. Ég sagði áðan, að lieildarútgáfa kvæða lians væri æskileg. Hún er þ;|ð til sögulegs yfirlits um feril sjálfs hans og til ákvörðunar á stöðu hans í bókmenntasögunni. En eins og gengur og gerist um mikinn verkmann, liafa ýms kvæðin lítið annað en sögulegt gildi þegar frá líður. Til þ ess að fá yfirsýn urn það, sem stöðugt stendur, fyrir listgildi sitt og lífsgildi, væri æskilegt að gera gott úrval ur kvæðum Jakobs Tliorarensen, alliliða en hófsamlegt úrvah Slíkt úrval mundi bezt sýna það, að Jakob Tliorarensen liefur verið eitt af liöfuðskáldum Islendinga síðustu áratugina. Hal111 hefur verið það fyrir listaralvöru sína og lífsboðskap, fyrir per' sónulegan bragstíl sinn, fyrir raunsæi sitt á menn og málefni og fyrir trú sína á h'fið og landið.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.