Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1946, Page 38

Eimreiðin - 01.04.1946, Page 38
102 SKILNAÐARSTEFNAN FJÖRUTÍU ÁRA EIMREIÐIN „Fram um aldamótin 1900 liafði demókratíska stefnan ekki náð neinum tökum í milliríkjapólitík. Óvarin lönd voru þá ekki síður en nú talin hætta fyrir friðinn. Það var alls ekki um það að ræða, að þjóð, sem ekki gat varið land sitt, gæti fengið sjálf- stæði sitt viðurkennt. Yfirráðarétturinn var þá enn í fullu gildi, og lieiður livers ríkis heimtaði, að það léti ekki lönd sín undan sér ganga. Það var því með öllu talið óliugsandi, að Danmörk gæti þolað það, að Island sliti sig út úr ríkislieildinni. Mundi og eigi fást til þess fulltingi neins annars ríkis en þess, er eitthvað þættist geta á því grætt. Þá voru og fjárliagsástæður landsjóðs þannig, að ekki var unnt að leggja fé til nauðsynlegustu frani- kvæmda, livað þá að verjanlegt þætti að leggja í kostnað, er fullt sjálfstæði hlyti að liafa í för með sér. Landið liafði líka fengið talsvert frelsi, sem væntanlega gat fengizt rýmkað enn meir. Um kúgun af liendi Dana var tæpast lengur að ræða — þjóðin ekki skattskyld þeiin né lierskyld, en naut þvert á móti nokknrra lilunninda. Var því skiljanlegt, að sjálfstæðisbarátlan liefði frain að þessu frekar beinst að því að ná betri kostum innan skjól- garðs danska ríkisins, lieldur en því að reyna að brjótast ut fyrir liann. Um aldamótin og upp úr þeim verður gagnger breyting a þessum aðstæðum öllúm. — Búastríðið olli sterkri vakningu hin» demókratíska almenningsálits víða um heim og ekki sízt við- víkjandi frjálslegu samneyti og sambúð siðmenntaðra þjóða. Að- farir brezku stjórnarinnar gegn Búum voru fordæmdar hvar- vetna og ekki sízt af sjálfri brezku þjóðinni, með þeim árangr1’ að Bretar flýttu sér að vingast við Búa og gera lilut þeirra sem beztan. — Auk þess sem Búastríðið verkaði sem almenn örviin borgaralegra frelsissamtaka, vakti það upp nýja liugsjónastefnu- Danir skipta um liam og velta af sér afturhaldsstjórn „hægrl manna“, sem strax liefur þau áhrif, að vér fáum íslenzkan ráð- lierra búsettan liér heima. Og ári síðar en þetta er komið í krnig’ (1905), slítur Noregur sambandinu við Svía, gegn vilja þeirra? og nýtur nú til þess bæði stuðnings Breta og Dana. Þetta liefði ekki getað gerzt á svo friðsaman liátt aðeins nokkr um árum áður. — Og einmitt nú, en ekki fyrr, opnaðist oss U lendingum færi á að ná fullu sjálfstæði á líkan liátt og Norð menn. — Hefði nú verið ákveðin skilnaðarhreyfing starfandi 1

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.