Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1946, Side 40

Eimreiðin - 01.04.1946, Side 40
104 SKILNAÐARSTEFNAN FJÖRUTÍU ÁRA KIMREIÐIN væri ekki fyrst og fremst félag háskólaborgara, lét ég gott lieita, úr því sem komið var, og notaði nú tækifærið til að koma skiln- aðarhugmyndinni á framfæri í blaðinu. En það kom út 16. dez- ember 1905, og er liér eintak af því. Auðvitað vakti þetta fljótt mikla atliygli. I þetta sinn grunaði Dani, að nokkur alvara kynni að vera á ferðinni, eins og líka kom á daginn. — „Politikens Ekstrablad“ birti viðtal við mig um málið, þar sem ég áréttaði það, að íslendingar mundu lielzt óska fulls sjálfstæðis. Önnur blöð fóru þá einnig á kreik og spurðu ýmsa eldri málsmetandi Islendinga í borginni, hvort skilnaðarlireyfing væri vöknuð á ís landi. En þeir neituðu því ákveðið. Yið það stóð um liríð, en eitt blaðið gerði þá athugasemd, að ef einhver hreyfing væri í þessa átt, þá miðaði hún auðvitað að sameiningu við Noreg. —- Gegn þessu skrifaði ég ákveðna mótmælagrein í Ekstrablaðið“. „En IwaS sögSu íslenzkir stúdentar?“ „Málið kom auðvitað fljótt á dagskrá í Stúdentafélaginu og vann strax allmikið fylgi, einkum meðal Landvarnarmanna. I danska „Studenlersamfundet“ var það líka rætt fram og aftur af stillingu. Nokkrir eldri landar voru þar og liugðust sannfæra Dani um, að hér væri aðeins um að ræða liöfuðóra nokkurra stúdenta á Garði. En það reyndist erfiðara að kveða drauginn niður eftir að blaðið „Norðurland“ var komið að heiman nieð einu af fyrstu skipum ársins 1906. Flutti það ákveðna grein uin skilnað eftir Guðmund Hannesson, þá lækni á Akureyri. (Skiln- aðarrit Guðmundar „I afturelding“, kom út seint á sama ári). Skilnaðarstefnan var þannig komin upp nær samtímis á íslandi og í Kaupmannahöfn, án alls vitundarsambands þar á milli, enda var síminn þá ekki kominn og póstgöngur strjálar um þennan tíma árs. -— Hefði skilnaðarstefnan verið vöknuð fyrir árið 1905, þá liefði liún færst í aukana alveg samtímis því, er skilnaður Noregs fór fram. En hún vaknaði, sem sagt, ekki fvrr en n®r liálfu ári síðar, óg virtist þá koma flestum á óvart“. „Hvernig tóku Danir þessu almennt?“ „Yfirleitt mjög hógværlega. Þeir héldu, að þetta lagaðist alll með því að beita lagni. Friðrik 8. kom til ríkis um þetta leyti, °r heyrði ég haft eftir lionum, að það væri von, að íslendingar væru óánægðir. Þeim væri of lítill sómi sýndur. — Var þá strax hafizt lianda og alþingi búið veglegt heimboð til Dannierkur,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.