Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1946, Side 43

Eimreiðin - 01.04.1946, Side 43
EIMREIÐIN skilnaðarstefnan fjörutíu ára 107 lýSi í lieiminum, eru allar þjóðir í hættu og sömuleiðis hið demókratíska samtraust og tillitssemi milli þjóða og einstakl* inga“. „Þú álítur þá, oð vér eigum aS leita öryggis vors í samneyti viS vinveitt demúkratískt stórveldi fremur en aS fela stjórn Sameinu&u þjóSanna vernd vora“. «Já, það er mín ákveðna skoðun. — Eins og ég strax benti á í Ingólfi eftir San Francisco ráðstefnuna, er þetta nýja þjóða- handalag ekki stofnað á réttum starfhæfum grundvelli undir ábyrgri einingarstjórn, lieldur varð útkoman aðeins höfuðlaus, úrskurðarlaus og persónulaus stofnun af sömu tegund og höfuð- lausu lýðríkin alþekktu. Slíkar stofnanir eru ósjálfstæðar og ekki samningsliæfar né traustliæfar með því að aldrei er liægt að vita, livaða öfl eru eða verða þar ráðandi. — Heimurinn er nú að skiptast í örfá varnarsambönd. Óvarið lilutleysi er nú hvergi viðurkennt, og varnarlaus lönd talin liættuleg fyrir friðinn. Engin ]>jóð getur nú lengur lialdið sér uppi á því að leika tveim skjöld- um. Slíkt er þvert á móti viss leið til að týna bæði trausti, áliti °g sjálfstæði. — Vér tslendingar höfum nú náð því marki, að f rekari einangrun er oss stórhættuleg. í demókratísku samneyti þjóða sem einstaklinga vinnst stærri réttur með jákvæðum að- ferðum en neikvæðum. Þar verður þyngra á metum livaða gagn maður getur gert, lieldur en livaða fyrirstöðu maður getur beitt. har kemst maður lengra með fórnfýsi og samvinnulipurð en með sífelldum óeirðum, ópum og kröfum. — Vér íslendingar höfum ekki enn náð fullum skilningi á því, að sjálfstæðisrétturinn er hvorki algildur né skilyrðislaus. Það er demókratíska stefnan, sem hefur stofnað þennan rétt, og það er hún, sem heldur lionum 1 gildi. Aðeins þær þjóðir, sein herjast. saman trúrri baráttu þjóðfrelsimi til varnar, geta átt kröfu til að fá að njóta þess. — Þegar hrezka þjóðin um aldamótin síðustu snerist til viðurkenn- lngar á því, að demókratí ætti að gilda í milliþjóðamálum, þá tók Bretaveldi upp forustu þeirrar stefnu að vernda sjálfsákvörð- miarrétt þeirra þjóða, sem treysta mætti til að geta stjórnað ser sjálfar og líklegar væru til að vilja og geta haldið sanminga. handaríkin gerðust svo síðar aðilar. í skjóli þessarar stefnu var llað, að Norðmenn náðu frelsi sínu 1905 og að vér Islendingar Sailm oss fært að liefja baráttu fyrir samskonar sjálfstæði.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.