Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1946, Page 45

Eimreiðin - 01.04.1946, Page 45
EIMREIÐIN 109 Gisiing. Smásaga eftir Gunnar Arnason frá Skútustöffum. (Niðurl.). III. Frú Bíbí var ekki sofnuð, þegar maður hennar kom í hátt- lrin- Rúmið var gott og liún hálf slæpt, en svefninn flúði iiana samt. Hún gat ekki varist liálfgerðs óhugnaðar. Þó stofan væri þrifaleg, var hún auð, þokkalega máluð, en engar myndir á Veggjunum, ekkert, sem minnti á líf. Hún vissi að vísu, að mað- urinn liennar var í næstu stofu, en liún heyrði ekki málróm þeirra félaganna yfir ganginn, heyrði senn ekkert nema dunandi arniðinn, síhækkandi og lækkandi, og sá aðeins í þokukrýnt fjallið, ef hún leit lit um gluggann, án þess að rísa upp. Frá barnæsku liafði liún varla liaft af öðru að segja en húsaþyrp- lngu og síkviku lífi borgarinnar. Umferð og háreysti, sem varla Uokkru sinni dó alveg út. Nú var sem henni hefði feykt út á Fersvasði, rétt eins og liún hefði slitnað upp og lirifizt úr tengsl- nni við lífið. Hún var alein í ómælanlegri auðn, jafnvel á valdi emhvers fjandsamlegs örlagavalds, sem lienni var um megn að risa gegn. Henni flugu í hug hinar fáránlegustu ímyndanir. Ef hún ' eiktist liér í nótt? Var þá liægt að ná í lækni? Gat hann nokkuð gjört í þessu umhverfi? Guði sé lof, að það var þó hægt að hita upp. Og liún gat í versta tilfelli hætt á að láta flvtja sig í bíl. Fá fór hún að liugsa um draugagang. Einlivern veginn hafði sú trn fest lijá lienni rætur, að það væri ævinlega og allsstaðar feimt í 8veitinni. Heyrði hún ekki núna eittlivert þrusk xiti, eins °g dregizt væri áfram, þuklazt með rykkjum eftir jörðinni? Hvað gat þetta verið? Átti liún að kalla á manninn sinn? Hún stillti sig. Löngu seinna settist liún upp og leit út. Þá sá hún lamb — heimagang — á beit við bæinn. Svona sveifluðust ímyndanimar eins og útsynningshviður um lng hennar, og hún liét því með sjálfri sér að liætta sér aldrei oftar 8Vona langt út í dreifbýlið.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.