Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1946, Page 46

Eimreiðin - 01.04.1946, Page 46
110 GISTING eimreiðin Hún var því sannarlega fegin, þegar hún heyrði manninn sinn koma. Of fegin til að nenna að setja ofan í við hann fyrir að koma svona seint og vera kenndur ■— því það sá hún, að hann var. — Búin að sofa lengi, góða, ekki satt? — sagði forstjórinn og fór að afklæða sig. — Ég var að liressa upp á húsbóndann og kjafta hina og þessa vitleysu eins og gengur í sveit, skilurðu. Maður sefur þetta allt úr sér í nótt. Frúin fann allt í einu, að liún gat farið að sofa, og hún var ekki vitund lirædd, þó liún lieyrði skömmu síðar, að gengið væri um útidymar. IV. Það var húsbóndinn, sem fór út. Hann lét sér ekki vera til setunnar boðið. Konan liafði innt að því við hann, meðan hann hafði fataskipti, að lítið væri urn nýmetið lianda gestunum. Þá var að renna í ána. Það gafst oft vel, ekki sízt á þessum tíma árs. Jóhann fór ekki inn í hjónahúsið til þess að vekja ekki Margréti, heldur smeygði sér í vinnufötin frannni í eldhúsinu og fór síðan í klofliá vaðstígvél úti í ganginum. Veiðistöngin beið að liúsabaki. Það var aðeins bambusstöng með grófu sil- ungsfæri. Öngullinn sléttur og flugulaus. Um leið og liann gekk lijá, gróf hann upp nokkra ánamaðka í garðinum, til að liafa í beitu, og stakk þeim í blikkdós, sem hann varðveitti í vasanum- Jóhann stefndi fram með á. Hér heima voru engir hyljir og sjaldan bröndu von, en beztu veiðistöðvar nokkru innar. Oneitanlega hafði vínið stigið lioniim nokkuð til höfuðs, — hann var orðinn því svo óvanur að bragða áfengi, •—- en þ° fannst lionum sem viðræða Halldórs Péturssonar hefði að vissu leyti fengið meira á sig. Hún liafði eins og tekið úr stíflu, svo vissar liugsanir flæddu nú inn á liann. Já, tuttugu ár var hann nú búinn að vera bóndi á Skarði. Tveir tugir ára vom liðnir síðan hann liafð'i brotið brýrnar að baki sér og lialdið heim. Og þessi ár liöfðu liðið út í buskaiin eins og reykjareimurinn úr skorsteininum, og menjar þeirra vom litlu meiri en slóð lians í dögginni, sem myndi liverfa með morgninum. Hversu oft liafði hann ekki einmitt spurt sjálfan sig að þVI’ hvort hann hefði nú gert rétt með því að liætta námi og setjast

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.